Laust afleysingastarf á skrifstofu Strandabyggðar-UPPFÆRT
Laus er staða við afleysingar á skrifstofu Strandabyggðar. Um er að ræða 50% stöðu við almenna afgreiðslu, innheimtu, bókhald og ýmis tilfallandi störf á tímabilinu 10:00-14:00 Æskilegt er að störf hefjist sem fyrst.
Laun skv. samningi Sambands sveitarfélaga og Kjalar/Verk vest. Umsóknarfrestur er til og með 19. júní 2022
Nánari upplýsingar í s.451-3510 og á netfanginu strandabyggd@strandabyggd.is
Sveitarstjórnarfundur nr. 1332-aukafundur
Sveitarstjórnarfundur 1332 í Strandabyggð
Aukafundur nr. 1332 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 31.maí 2022 kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
- Undirritun trúnaðaryfirlýsingar
- Kosning oddvita og varaoddvita
- Kosning í nefndir og ráð
- Kosning/ráðning endurskoðenda
- Minnisblað skrifstofustjóra, staða í bókhaldi, framkvæmdum og verkefnum
- Tillaga um þakkir til fyrri sveitarstjórnar
- Tillaga um framkvæmd við byggingu réttar í Staðardal
- Tillaga um gerð göngustígs frá íbúabyggð út á Skeljavíkurgrundir
- Tillaga um uppsetningu hraðamælis, skiltis og gangbrautar á Hafnarbraut
- Tillaga um tengingu malbiks í Vitahalla
- Tillaga um gerð göngustígs af Borgabraut að leikskóla
- Tillaga um ristarhlið að Klúku í Miðdal
- Tillaga um fund með stjórnendum Orkubús Vestfjarða um orkukosti í Strandabyggð
- Tillaga um að leita til Vestfjarðarstofu v.innviða- og þekkingargreiningar í Strandabyggð
- Erindi frá Andreu K. Jónsdóttur, lagt fram til kynningar
- Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða frá 11. Maí 2022
Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:
Þorgeir Pálsson
Jón Sigmundsson
Sigríður Jónsdóttir
Matthías Lýðsson
Hlíf Hrólfsdóttir
Strandabyggð 27. Maí 2022
Matthías Lýðsson
Tilboð óskast í verk við félagsheimilið á Hólmavík
Óskað er eftir tilboði í gerð á nýjum steyptum inngangi við félagsmiðstöðina í félagsheimilinu á Hólmavík.
Tengja þarf niðurfall í neðri plötu við frárennslislögn á staðnum, setja takkadúk á nýja veggi inngangsins ásamt útvegg hússins til norðurs. Sjá teikningu, og ef frekari upplýsingar þarfnast má hafa samband við byggingarfulltrui@strandabyggd.is
Tilboð óskast send fyrir 6.júní n.k á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is
Kosningar, yfirstrikanir og nánari skýringar
Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn Strandabyggðar var lítið um yfirstrikanir í kosningum til sveitarstjórnar laugardaginn 14. maí og höfðu ekki áhrif til breytinga. Eitthvað var um að frambjóðendur væru færðir til um sæti en hafði heldur ekki áhrif á sæti þeirra.
Á A-lista var það Matthías Lýðsson oddviti A-lista sem fékk flestar útstrikanir eða 5. Hlíf Hrólfsdóttir fékk 2 útstrikanir og Guðfinna Hávarðardóttir og Ragnheiður Ingimundardóttir fengu 1 útstrikun hvor.
Sex frambjóðendur T-lista fengu útstrikanir. Þorgeir Pálsson, oddviti flokksins, fékk 1 útstrikun, Jón Sigmundsson fékk 6 útstrikanir, Sigríður Jónsdóttir 2 útstrikanir.
...Meira