A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur 1381 í Strandabyggð - aukafundur

Salbjörg Engilbertsdóttir | 25. september 2025


Fundur nr. 1381 sem er aukafundur í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn kl. 17:30, þriðjudaginn 30. september 2025 í Hnyðju, Höfðagötu 3, Hólmavík.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

  1. Aðalskipulag Strandabyggðar  
  2. Deiliskipulag Kvíslatunguvirkjunar
  3. Ráðning tómstundafulltrúa
  4. Ráðning forstöðumanns íþróttamiðstöðvar- og tjaldsvæðis

 

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

Þorgeir Pálsson

Júlíana Ágústsdóttir

Þórdís Karlsdóttir/Marta Sigvaldadóttir

Matthías Sævar Lýðsson

Hlíf Hrólfsdóttir

 

Strandabyggð 25. september

Þorgeir Pálsson oddviti

Ný leikskólalóð að verða tilbúin!

Þorgeir Pálsson | 23. september 2025
« 1 af 2 »
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Eins og flestir sjálfsagt vita, hefur staðið yfir vinna við endubætur á leikskólalóðinni síðan snemma í sumar.  Þar hafa farið fremstir í flokki, fyrirtækið Litli Klettur og nú síðast þeir Valgeir Örn Kristjánsson og Sigurður Árni Vilhjálmsson og þeirra fíni hópur.  Það er sérlega gleðilegt að segja frá því að nú sér fyrir endann á þessum framkvæmdum og afraksturinn er einstaklega flott, ný leikskólalóð!  Við munum blása til formlegs fagnaðar þegar lóðin er alveg tilbúin en þangað til skulum við njóta myndanna.  

Kveðja
Þorrgeir Pálsson
oddviti

Ástandið á Gasa - vitundarvakning í Hnyðju

Þorgeir Pálsson | 11. september 2025
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Á fundi sveitarstjórnar 10.9 sl. var samþykkt að fara í tímabundið samstarf með leigjendum í Hnyðju, sem hafa með útstillingu í glugga Hnyðju, tjáð hug sinn til ástandsins á Gasa og þeirra hörmunga sem þar eiga sér stað.

Fólki gefst kostur á að fara í Hnyðju á vinnutíma, kynna sér þær upplýsingar sem þar eru,  tjá skoðanir sínar og ræða við aðra sem þar kunna að vera í sömu erindagjörðum.

Þessi opnun Hnyðju er hugsuð frá 18 ágúst sl. til 18. september n.k.  Eftir þann dag verður allt í glugga á jarðhæð Hnyðju tekið niður.

Við hvetjum íbúa til að kynna sér ástandið á Gasa og tjá hug sinn ef því sýnist svo.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
Oddviti

Íþrótta- og frístundastyrkir barna og unglinga - Opið fyrir umsóknir

Heiðrún Harðardóttir | 09. september 2025

Strandabyggð veitir foreldrum/forráðamönnum barna og ungmenna á aldrinum 6 að 18 ára, styrki vegna íþrótta- og frístundaiðkunar. Meginmarkmið íþrótta- og frístundastyrkja er að stuðla að aukinni hreyfingu og félagsþátttöku barna í sveitarfélaginu. Styrkur er veittur vegna æfinga- og þátttökugjalda fyrir börn á aldrinum 6 að 18 ára með lögheimili í Strandabyggð. Styrkhæft er hvers konar reglulegt íþrótta- og frístundastarf. Fjárhæð styrks er ákveðin ár hvert í sveitarstjórn að fengnum tillögum frá tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd. Styrkur nemur aldrei hærri fjárhæð en sem nemur greiddum gjöldum.

Upphæð styrks 2025 verður tekin fyrir á Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar fundi í september og staðfest af sveitarstjórn í október.

 

Umsóknir vegna æfingagjalda frá 1. september síðasta árs til 31. ágúst þessa árs  þurfa að berast í síðasta lagi 15. september ár hvert til skrifstofu Strandabyggðar á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is.

 

Gögn sem fylgja þurfa umsókninni:

  • Afrit af reikningi þar sem fram kemur fyrir hvaða íþrótt eða tómstund er verið að greiða og fyrir hvaða barn.
  • Staðfestingu á greiðslu
  • Reikningsupplýsingar vegna greiðslu styrksins

 

Greiðsla styrks fer fram fyrir lok október ár hvert.

Strandabyggð auglýsir til sölu hlut sinn í Hornsteinum ehf

Salbjörg Engilbertsdóttir | 08. september 2025


Strandabyggð auglýsir hér með eignarhlut sinn í Hornsteinum ehf Kt. 510607-1200 til sölu. Hlutur sveitarfélagsins er 44.16%. Öll ferkari gögn um félagið og starfsemi þess, s.s. ársreikninga,  má nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins. 

 

Tilboð skulu send á skrifstofu Strandabyggðar á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is  og er frestur til að skila inn tilboðum til miðnættis 22. september 2025“

Eldri færslur

Facebook

Vefumsjón