A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn óskar eftir áfríjun dómsmáls E-136/2021

Salbjörg Engilbertsdóttir | 11. maí 2022


Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur sótt um leyfi til að áfrýja til Landsréttar dómi Héraðsdóms Vestfjarða í dómsmáli E-136/2021, sem höfðað var gegn sveitarfélaginu. Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar frá því í gær þar sem sveitarstjórn staðfesti ákvörðunina samhljóða.


Á sveitarstjórnarfundi í gær var lögð fram eftirfarandi bókun:

„Sveitarstjórn telur, að fenginni ráðgjöf, að dómafordæmi úr Hæstarétti sýni að dómur Héraðsdóms um miskabætur sé rangur. Óeðlilegt sé að dæma miskabætur þegar uppsögnin sjálf sé lögleg og enginn vafi leiki á því að svo sé í þessu tilviki. Uppsögnin var í fullu samræmi við ráðningarsamning og þær aðferðir sem tíðkast í sambærilegum tilvikum. Eins telur sveitarstjórn eðlilegt að verja hagsmuni sveitarfélagsins gagnvart því að þurfa að greiða málskostnað, þegar um sé að ræða tilhæfulausar málssóknir. Mikilvægt sé að fá úr þessu skorið vegna fordæmisgildis dómsins.“


Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar Strandabyggðar.

Umsjónaraðili með viðhaldi girðinga

Salbjörg Engilbertsdóttir | 09. maí 2022

Strandabyggð óskar eftir umsjónarmönnum um viðhald fjárgirðinga frá Grjótá að Hrófá. Samningur inniheldur vinnu við viðhald girðinga,slátt meðfram girðingu ásamt því að halda búfé utan girðingar eins og kostur er. Efni til viðhalds er innifalið. Samningur verður gerður til 3ja ára og verður hagstæðasta tilboði tekið.  Frestur til að skila inn tilboði er til og með 23. maí. Nánari upplýsingar eru í síma 451-3510 og á netfanginu strandabyggd@strandabyggd.is

Sveitarstjórnarfundur 1331 í Strandabyggð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 07. maí 2022

 

Fundur nr. 1331 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 10.maí 2022 kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi: 

  1. Ársreikningur Strandabyggðar 2021 seinni umræða
  2. Viðauki II
  3. Minnisblað frá skrifstofustjóra staða 1. Ársfjórðungs
  4. Jafnlaunavottun Strandabyggðar
  5. Brunavarnaráætlun Brunavarna Dala,Reykhóla og Strandabyggðar
  6. Samningur við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Ströndum um verndarsvæði í byggð
  7. Erindi Þorsteinn Sigfússon v.Miðtúns
  8. Ráðning grenjaveiðiaðila á svæði 6
  9. Forstöðumannaskýrslur
  10. Samband sveitarfélaga fundargerð nr. 909 27. apríl 2022
  11. Hafnarsamband Íslands stjórnarfundur nr. 443 1. apríl 2022 

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

Jón Gísli Jónsson

Ásta Þórisdóttir

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Pétur Matthíasson

Jón Jónsson

  

Strandabyggð 7.maí 2022

Jón Gísli Jónsson oddviti

Stafræn sveitarfélög - samstarfsverkefni

Salbjörg Engilbertsdóttir | 05. maí 2022
Stafræn umbreyting snýst um umbætur á þjónustu og vinnulagi með tækninýjungum. Þetta er mjög stórt breytingaverkefni bæði fyrir hið opinbera sem og einkageirann en ávinningurinn er að einfalda líf íbúa og bæta skilvirkni og rekstur. Umbætur með hagnýtingu tækninnar auðvelda íbúum að sækja þjónustu, fækka handtökum starfsmanna, auka gagnsæi og rekjanleika og gefa færi á betri nýtingu upplýsinga og gagna....
Meira

Störf á Reykhólum

| 04. maí 2022

Verkefnastjóri og starfsfólk óskast í vaktavinnu í skammtímavistun hjá 15 ára stúlku á Reykhólum. Mjög skemmtilegt og krefjandi starf í fallegu og rólegu umhverfi. Umsóknarfrestur er til og með 27. maí 2022.

Einnig vantar tvo sumarstarfsmenn í liðveislu með sömu stúlku í júní, júlí og ágúst. Sá möguleiki er fyrir hendi að sumarstarfsmennirnir verði áfram á Reykhólum eftir sumarið og vinni á skamtímavistuninni í framhaldi. Umsækjendur geta fengið hjálp við að finna hentugt húsnæði á staðnum, sé þess óskað.

 

Umsóknir ásamt fylgigögnum sendist Soffíu Guðmundsdóttur, félagsmálastjóra, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík.

 

Upplýsingar eru veittar í síma 451-3510 og fyrirspurnir og umsóknir má einnig senda á felagsmalastjori@strandabyggd.is.

Eldri færslur

Facebook

Vefumsjón