A A A

Stöndum saman gefur HVEST tęki!

8.06 2016 | Höršur Högnason
F.v: Höršur, Steinunn, Hólmfrķšur, Tinna, Žurķšur og Aušur
F.v: Höršur, Steinunn, Hólmfrķšur, Tinna, Žurķšur og Aušur

Stöndum saman Vestfirðir er félagsskapur, sem lætur sér annt um samfélagið sitt og nú hefur hann safnað fyrir tækjum til að gefa sjúkrahúsinu. Voru þau afhent miðvikudaginn 8. júní. Um er að ræða barkaþræðingartæki með skjá af KingVision gerð fyrir erfiðar barkaþræðingar í svæfingum og í bráðatilfellum og 2 afar fullkomnar sprautudælur til svæfinga og til að gefa ýmis lyf í bráðatilfellum með nákvæmari hætti en hingað til hefur verið hægt á HVEST. Við þökkum af alhug fyrir dugnað og elju þeirra vinkvenna Tinnu, Hólmfríðar og Steinunnar, sem stóðu að söfnuninni og afhentu okkur tækin.

LAUSAR STÖŠUR HJŚKRUNARFRĘŠINGA, SJŚKRALIŠA OG ÓFAGLĘRŠRA

23.02 2016 | Höršur Högnason

HVEST óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ófaglærða við aðhlynningu á akút legudeild, heilsugæslustöð, heimahjúkrunardeild og Hjúkrunarheimilið Eyri. Fastar stöður og sumarafleysingar. Sjá: Laus störf.

Blakknes gefur žrįšlaust net

20.01 2016 | Svavar Žór Gušmundsson
Höršur tekur viš gjöfinni af Einar Gušmundssyni.
Höršur tekur viš gjöfinni af Einar Gušmundssyni.

Útgerðarfélagið Blakknes í Bolungarvík gaf nýtt þráðlaust net á bráðadeild HVest á dögunum. Leysir hið nýja net, sem er af Unifi-gerð, gamalt og allt of hægvirkt þráðlaust net af hólmi sem var löngu hætt að geta mætt sífelldum og stórauknum kröfum um netsamband á deildinni. Það er því ljóst að þessi nýjung hefur auðveldað mörgum vafrið sem á deildina hafa komið. Sendarnir eru tveir og ná að dekka alla bráðadeildarálmuna auk hluta fæðingadeildar.

Hörður Högnason hjúkrunarforstjóri HVest tók við gjöfinni úr hendi Einars Guðmundssonar en starfsmenn og forsvarsmenn stofnunarinnar þakka þeim Blakknesfélögum kærlega fyrir höfðinglega gjöf.

Nżr hjśkrunarstjóri Heilbrigšisstofnunar Vestfjarša į Patreksfirši

8.01 2016 | Svavar Žór Gušmundsson

Anna Árdís Helgadóttir hefur verið ráðin hjúkrunarstjóri stofnunarinnar á sunnanverðum Vestfjörðum.

 

Anna Árdís er fædd og uppalin á Reyðarfirði. Hún útskrifaðist með Bs-gráðu í Hjúkrunarfræði vorið 2001. Frá útskrift til ársins 2008 vann hún sem hjúkrunarfræðingur á Hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri en var þá ráðin  hjúkrunarforstjóri þess til vors 2011. Tók hún þá við hjúkrunarforstjórastarfi á Hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu allt til hausts 2013 þegar hún flutti vestur á Tálknafjörð ásamt manni sínum. Þann fyrsta nóvember 2013 var hún síðan ráðin sem hjúkrunarfræðingur við Heilbrigðisstofnunina á  Patreksfirði. Anna er gift Indriða Indriðasyni, sveitarstjóra á Tálknafirði. Eiga þau fjögur börn og þrjú barnabörn.

Starfsmann vantar ķ 95% stöšu viš ręstingu į HVest

5.01 2016 | Svavar Žór Gušmundsson

 

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði óskar eftir að ráða starfsmann í 95% ræstingastöðu.

Starfið felst í því að þrífa á bráðadeild, á Eyri, í apóteki, á lager og á fæðingardeild.

Vinnutími er 8-16 og aðra hvora helgi.


Laun eru skv. kjarasamningum.

 

Nánari upplýsingar veitir Kristín Hulda Guðjónsdóttir, ræstingastjóri í s: 860-7445 og/eða á  netfangi: kristinhulda@hvest.is.


Vinsamlegast sendið umsóknir til Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, Torfnesi, 400 Ísafirði.

Umsóknareyðublað er að finna á vefnum www.hvest.is og/eða í afgreiðslu stofnunarinnar á Ísafirði.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning hefur verið ákveðin.

Fyrri sķša
1
234567424344Nęsta sķša
Sķša 1 af 44
Vefumsjón