A A A

Fjármálastjóri ráđin á HVEST

12.09 2017 | Hörđur Högnason

Nýr fjármálastjóri hefur verið ráðinn hjá HVEST til næstu 5 ára. Er það Erla Kristinsdóttir og mun hún hefja störf 9. október nk.

 

Erla er fædd árið 1979.  Hún lauk B.Ed. námi 2006 og MA námi í alþjóðasamskiptum frá University of Kent í Brussel 2009. Hún lauk námi sem viðurkenndur bókari við Háskólann í Reykjavík árið 2011 og M.Acc. gráðu í reikningshaldi og endurskoðun frá sama skóla í janúar 2016.

 

Erla starfaði áður sem kennari í tungumálum og bókfærslu við grunnskólann í Bolungarvík og á Seltjarnarnesi en frá 2006 hefur hún einkum starfað við bókhald, afstemmingar, launaútreikninga, gerð ársreikninga og framtala, rekstraruppgjör og áætlanagerð. Á árunum 2009-2014 var Erla með eigin rekstur á sviði bókhalds en hefur síðustu ár starfað á endurskoðunarsviði KPMG í Reykjavík.

 

Starfsfólk HVEST býður Erlu velkomna til starfa!

STARFSMANNAFUNDUR

12.09 2017 | Hörđur Högnason

Kristín B. Albertsdóttir, forstjóri verður með almennan starfsmannafund í matsal HVEST á Ísafirði fimmtudaginn 14. september kl. 12:15-13:00

Krabbameinsleit á Ísafirđi

8.09 2017 | Svavar Ţór Guđmundsson

Krabbameinsleit fer fram dagana 14. – 21. september 2017 á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði.

Tekið er við tímapöntunum í síma 450-4500 milli kl. 08:00- 16:00 alla virka daga.

Sjónmćlingar á Ísafirđi

6.09 2017 | Svavar Ţór Guđmundsson

Dagana 18.-20. september nk. verður sjóntaækjafræðingur á vegum Optical studio með sjónmælingar á heilsugæslustöðinni á Ísafirði. Hægt er að panta tíma í síma 450 4500 milli kl. 8-16 alla virka daga.

Laust starf í eldhúsi.

4.09 2017 | Svavar Ţór Guđmundsson

Laust er starf í eldhúsi Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða að Torfnesi á Ísafirði.

Um er að ræða almennt starf en í því felst öll aðstoð við matráða stofnunarinnar. Vinnutími er frá kl. 7:00-15:00 alla virka daga auk helgarvakta. Laun eru skv. samningum VerkVest.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Birgir Jónsson matráður og Gestur Ívar Elíasson matráður í síma 450 4560 milli kl. 7:00-15:00 alla virka daga. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu HVest á opnunartíma sem er kl. 8:00-16:00 alla virka daga.

Æskilegt væri að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst.

Fyrri síđa
1
234567454647Nćsta síđa
Síđa 1 af 47
Vefumsjón