A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Vestfjarðastofa auglýsir eftir verkefnastjóra Brothættra byggða

| 17. mars 2020
Verkefnisstjóri á Ströndum

Vestfjarðastofa, með stuðningi Byggðastofnunar, auglýsir eftir verkefnisstjóra á Ströndum. Verkefnisstjóri gegnir hlutverki leiðtoga verkefnisins Brothættra byggða í Strandabyggð ásamt verkefnastjórn og starfar hann í umboði hennar að aðgerðum til eflingar byggðar og mannlífs í Strandabyggð. Önnur verkefni verkefnisstjóra miða að því að laða fjárfestingar til Vestfjarða og fjölga þar störfum.

Um er að ræða 100% starf sem skiptist í 50% stöðu verkefnisstjóra Brothættra byggða og 50% önnur verkefni Vestfjarðastofu.

Hæfniskröfur:
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun æskileg
  • Reynsla af ráðgjöf, fjárfestingum eða atvinnuþróun æskileg
  • Haldbær starfsreynsla og reynsla af verkefnastjórnun æskileg
  • Þekking, skilningur og reynsla af byggðamálum mikilvæg
  • Reynsla af rekstri kostur
  • Frumkvæði, jákvæðni, sköpunargleði, samstarfsfærni og sjálfstæð vinnubrögð eru mikilvægir eiginleikar

Helstu verkefni:
  • Fylgja eftir ákvörðunum verkefnastjórnar
  • Hafa frumkvæði að nýjum verkefnum í byggðunum
  • Upplýsingamiðlun og skýrslugerð til íbúa og samstarfsaðila
  • Íbúafundir og þátttaka í samfélagsverkefnum í sveitarfélaginu
  • Gerð viðskiptaáætlana og markaðsgreininga
  • Móta tækifæri til atvinnuskapandi fjárfestinga á Vestfjörðum

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Starfsstöð verkefnisstjóra verður á Hólmavík. Nánari upplýsingar má finna á www.vestfirdir.is Upplýsingar um verkefnið Brothættar byggðir er að finna á heimasíðu Byggðastofnunar (www.byggdastofnun.is).

Umsóknarfrestur er til 31. mars 2020.

Nánari upplýsingar veitir: Sigríður Ó. Kristjánsdóttir (sirry@vestfirdir.is)
Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda á netfangið: sirry@vestfirdir.is merkt: Verkefnisstjóri á Ströndum.

Breytt þjónusta skrifstofu Strandabyggðar

| 17. mars 2020
Líkt og kom fram í færslu sveitarstjóra í gær, endurskoðum við stöðuna og þjónustustig daglega.  Nú hefur verið ákveðið að loka skrifstofu Strandabyggðar alfarið.  Símsvörun er hins vegar á bilinu 10-14, líkt og fyrri opnunartími var.  Þeim sem eiga erindi á skrifstofuna er bent á að hafa samband og bóka tíma með viðkomandi ef ekki er hægt að afgreiða viðfangsefnið símleiðis. 

Vinsamlegast hafið samband í síma 4513510 eða í tölvupósti á strandabyggd@strandabyggd.is.

Þessi ráðstöfun er gerð til að tryggja öryggi starfsmanna og koma þannig í veg fyrir röskun á starfsemi og þjónustu sveitarfélagsins.

Vegna Covid-19

| 16. mars 2020

Það eru skrýtnir og fordæmalausir tímar sem við lifum núna.  Samkomubann hefur verið sett á, viðburðum er frestað eða þeim aflýst, stofnunum er lokað fyrir heimsóknum og óviðkomandi aðgangur bannaður.  Framundan eru takmarkanir á skólahaldi, íþrótta- og tómstundahaldi og hvarvetna eru komnar verklagsreglur um umgengni á vinnustöðum og stofnunum.  Við fáum daglega nýjar upplýsingar um stöðu mála, en við fáum líka leiðbeiningar sem mikilvægt er að fylgja. 

 

Ég hvet foreldra til að kynna sér stöðu mála varðandi skólahald og má finna þær upplýsingar á heimasíðu Grunnskólans http://www.strandabyggd.is/grunnskolinn/

 

Eins hvet ég foreldra til að skoða heimasíðu Geislans varðandi takmarkanir á íþróttahaldi næstu daga, en þær upplýsingar eru á facebook síðu Geislans https://www.facebook.com/Geislinn-432791440074688/

 

Ákveðið hefur verið að skerða opnunartíma skrifstofu Strandabyggðar til að tryggja öryggi starfsmanna og koma í veg fyrir hugsanlega röskun á þessari starfsemi sveitarfélagsins.  Frá og með mánudeginum 16, mars 2020 er skrifstofa Strandabyggðar því opin frá kl 13-14, þar til annað verður ákveðið.


Að öðru leyti hafa ekki verið boðaðar breytingar á þjónustu sveitarfélagsins.  Við fylgjumst samt vel með og endurskoðum okkar áætlanir og þjónustu um leið og þörf krefur.

Umfram allt hvet ég þó alla til að halda ró sinni og sýna almenna skynsemi í einu og öllu, því það er margt sem við getum gert til að lágmarka alla áhættu.  Kynnum okkur málin, ræðum saman í rólegheitunum og veitum hvort öðru öryggi og stuðning.  Þetta mun líða hjá.

Sumarstörf 2020

Salbjörg Engilbertsdóttir | 16. mars 2020

 

Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir eftir starfsmönnum í sumarstöf hjá stofnunum sveitarfélagsins sumarið 2020. Um er að ræða eftirtalin störf við þessar deildir:

-Íþróttamiðstöð Strandabyggðar 

-Áhaldahús Strandabyggðar

-Tómstundasvið-Umsjón með sumarnámskeiði

-Umsjónarmaður með fegrun bæjarins og Vinnuskóla Strandabyggðar

-Félagsþjónusta - Liðveisla með fötluðum börnum
-Félagsþjónusta - heimaþjónusta
-Vinnuskóli Strandabyggðar 13-17 ára

Upplýsingar um störfin má nálgast hér.

Hægt er að skila umsóknum beint inn í gegnum google forms með þessari slóð hér en eyðublað sem hægt er að prenta út og fylla út í er birt hér.

 

Umsóknum skal skilað á skrifstofu Strandabyggðar að Höfðagötu 3 og er umsóknarfrestur til og með 31.mars. Jafnframt er hægt að senda umsóknir í tölvupósti á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is. Á umsókn skal koma skýrt fram um hvaða starf er sótt. Ef sótt er um fleiri en eitt starf skal koma fram hvaða starf er fyrsti valkostur og hvað er til vara. Jafnframt skal taka fram ef viðkomandi getur ekki unnið allt sumarið og þá hvenær starfsmaðurinn þarf frí.


Athugið að Strandabyggð er tóbaks- og vímuefnalaus vinnustaður og athugið að þau störf sem krefjast þess að unnið sé með börnum og ungmennum er krafa um hreint sakavottorð.

 

Umsóknareyðublöð um störf hjá Strandabyggð má finna hér.

Ferðaþjónustan og Strandir

| 11. mars 2020

Þann 19. mars n.k. mun Vestfjarðastofa halda fund um ferðaþjónustu í Strandabyggð og Kaldrananeshrepppi.  Fundurinn fer fram kl 16:30 í Hnyðju. Fjallað verður um tvö stór verkefni sem framundan eru í vestfirskri ferðaþjónustu. Þróun nýrrar ferðamannaleiðar Vestfjarðaleiðin annars vegar og hins vegar uppfærslu á Áfangastaðaáætlun Vestfjarða.


Við hvetjum ferðaþjóna á svæðinu, sem og aðra áhugasama um uppbyggingu ferðaþjónustu, að mæta á fundinn og taka þátt í vinnunni með okkur.
Eldri færslur

Facebook

Vefumsjón