A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Áhugahópur um rekstur á byggingavöruverslun á Hólmavík

Salbjörg Engilbertsdóttir | 07. apríl 2020
Áhugahópur vill kanna möguleika á stofnun og fjármögnun á nýju félagi um rekstur verslunar sem tæki við af Pakkhúsi KSH á Hólmavík. Áhugasamir hafi samband við neðangreinda aðila sem allra fyrst og gefi upp nafn, kennitölu, heimilisfang og símanúmer. Ásamt þeirri upphæð sem þeir vilja leggja inn í félagið, sem er að lágmarki 100.000 kr.
Jóhann Lárus Jónsson: joigili@simnet.is, sími: 899-2457
Rósmundur Númason: rosmundurn@gmail.com, sími: 892-1948
Sigurbjörn Úlfarsson: sigurbjorn@holm.is, sími: 840-6835
Unnsteinn Árnason: irisbjorg@simnet.is, sími: 898-8210
Jón Gísli Jónsson: jongisli@strandabyggd.is, sími: 661-7061

Sjálfboðaliðar í Bakvarðasveit Strandabyggðar

| 06. apríl 2020

Strandabyggð óskar hér með eftir sjálfboðaliðum til að skrá sig í Bakvarðasveit Strandabyggðar, sem myndi sinna verkefnum á velferðarsviði sveitarfélagsins.

 

Það er ljóst að fámennt sveitarfélag eins og Strandabyggð er viðkvæmt fyrir því þegar mönnun mikilvægrar þjónustu verður erfið vegna utanaðkomandi aðstæða, líkt og nú gæti gerst með aukinni útbreiðslu Covid-19.

 

Við biðjum alla þá sem búsettir eru í Strandabyggð og telja sig geta tekið að sér margvísleg störf á svið velferðarmála, að hafa samband og fá nánari upplýsingar.  Laun taka mið af kjarasamningum viðeigandi stéttarfélags.

Allar frekari upplýsingar veitir félagsmálastjóri, Guðrún Elín Benónýsdóttir í síma 842-2511 eða á netfangið: gudrun.elin@strandabyggd.is

Covid-19 - Smit á svæðinu Hólmavík/Strandir, ekki í Strandabyggð né nágranna sveitarfélögum

| 06. apríl 2020
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Það er rétt að árétta, í ljósi umfjöllunar um smit á okkar svæði, að þar er um að ræða einstakling með lögheimili í Strandabyggð, en sem búsettur er í öðru sveitarfélagi.  Það er því enn sem komið er ekkert smit hér í samfélaginu.  Ég hvet samt alla til að slaka hvergi á og efla varnirnar bara enn frekar, sbr. pistli frá mér fyrr í dag. 

Stöndum saman og gerum þetta rétt!

Kveðja
Þorgeir Pálsson
Sveitarstjóri Sttrandabyggð

Covid-19 - aukum varnirnar - verum heima!

| 06. apríl 2020

Kæru íbúar Strandabyggðar og allir sem þetta lesa,

 

Nú hefur greinst smit á svæðinu Hólmavík/Strandir og mátti auðvitað búast við því.  Mikið hefur verið gert í Strandabyggð til að draga úr smithættu en nú er ljóst að við þurfum gera enn meira og betur.

 

Það sem við þurfum öll að tileinka okkur næstu daga og vikur, snýst um nokkur lykilatriði.

  1. Hreinlæti
  2. Höldum fjarlægðir milli manna
  3. Virðum reglur um sóttkví
  4. Afþökkum heimsóknir og verum heima

Við höfum staðið okkur vel hvað fyrstu þrjú atriðin varðar.  Það sést á hegðun fólks í búðinni, takmörkun á starfsemi vinnustaða og þjónustu og í almennum samskiptum fólks.

 

Það er hins vegar þetta síðast talda sem vandmeðfarið, því þarf þarf í raun að setja önnur mörk en við eigum að venjast.  Þau mörk snúast um að það eitt, að draga sem mest úr smithættu. Við þurfum að haga okkur þannig að við smitum ekki aðra og smitumst ekki sjálf.

Þess vegna verðum við nú, öll sem eitt, að:

  • Sleppa öllum ferðum um páskana – verum heima!
  • Afþakka allar heimsóknir nú og um páskana – verum heima!

Öll samskipti við fólk utan okkar nánasta umhverfis, auka líkurnar á smiti. Svo einfalt er það. Smitum á Vestfjörðum hefur fjölgað hratt undanfarið og það sorglega er að þau hafa nú haft andlát í för með sér.

 

Það gildir því nú að hugsa fyrst og fremst um sjálfan sig, því þannig hugsum við best um alla.

 

Kveðja

Þorgeir Pálsson

Sveitarstjóri Strandabyggðar

Gagnlegar heimasíður:

www.covid.is

https://www.landlaeknir.is/

https://www.samband.is/um-okkur/upplysingasida-vegna-covid-19

Covid-19 - Nú reynir á

| 02. apríl 2020
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Um leið og við sendum hlýjar batakveðjur til vina okkar í Bolungarvík, Ísafirði og Hnífsdal, en þar hafa nú greinst smit, er rétt að skerpa á okkar eigin aðgerðum og fara aðeins yfir það sem við getum gert til að hindra enn frekar smit hér.

Hreinlæti.
Handþvottur er ein mikilvægasta smitvörnin.  Á vefnum www.covid.is má fnna þessar leiðbeiningar um handþvott: "Þvoðu hendur þínar reglulega með vatni og sápu, minnst 20 sekúndur í hvert skipti. Ef vatn og sápa eru utan seilingar er gott að nota handspritt, til dæmis þegar þú hefur notað greiðslukort eða komið við fleti sem margir snerta, svo sem hurðarhúna".

Þetta er einfalt; þvoum okkur eða notum spritt oft og vel.

Virðum fjarlægðir milli manna
Það er mikilvægt að fylgja ráðleggingum um fjarlægðir milli manna.  Þær ráðleggingar eru ekki settar fram af tilefnislausu. Í Krambúðinni hér á Hólmavík eru nú komnar merkingar til að hjálpa okkur að finna hæfilega fjarlægð frá næsta manni.  Virðum þær merkingar.  Þar eru líka sprittbrúsar sem við eigum að nota þegar við tökum körfu eða kerru eða sláum inn pin númerið okkar. 

Virðum reglur um sóttkví
Það gilda skýrar reglur um sóttkví og þær má lesa hér: https://www.covid.is/flokkar/sottkvi

Við erum öll ábyrg!
Öll viljum við standa okkur vel í okkar aðgerðum.  Mikil og góð vinna hefur verið unnin í sveitarfélaginu af fjölda fólks við að móta viðbragðsáætlanir, verklagsreglur, skipuleggja vinnufyrirkomulag og vaktaáætlanir o.s.frv.  Það er rétt að hrósa öllum þeim sem hafa mótað ramman fyrir okkar daglega líf og öllum þeim sem virða þennan nýja ramma. 

Það er líka mikilkvægt að allir sem hingað koma, hvort sem þeir eiga leið hjá, koma í heimsókn til ættingja og vina (sem þó ætti að takmarka eins og hægt er) eða koma hingað í sóttkví (sem þá þarf að skrá til heilbrigðisstofnunarinnar hér), fari einnig að þessum reglum.  Lítið samfélag eins og okkar má ekki við því að undantekningar séu gerðar frá þessum reglum um hreinlæti, sóttkví og annað sem lagt er upp með til að draga úr smithættu.

Sameinumst um að virða reglur og benda þeim á sem hugsanlega gleyma sér.  Við erum öll ábyrg.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
sveitarstjóri Strandabyggðar

Gagnlegar heimasíður:

www.covid.is

https://www.landlaeknir.is/

https://www.samband.is/um-okkur/upplysingasida-vegna-covid-19

Eldri færslur

Facebook

Vefumsjón