A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Afhending verðlauna v. íþróttaafreka 2021

Salbjörg Engilbertsdóttir | 15. febrúar 2022
Verðlaunahafar 2020
Verðlaunahafar 2020

Nýverið valdi Tómstunda-iþrótta og menningarnefnd Strandabyggðar það fólk sem fær viðurkenningar vegna íþróttaafreka ársins 2021. Afhending viðurkenninga og verðlauna til íþróttamanns ársins verða afhent í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík á morgun kl. 16.45. 

Veitt verða verðlaunin íþróttamaður ársins en auk þess sem veitt eru hvatningarverðlaun. Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd fylgir reglum við útnefningu á íþróttamanneskju árins og byggir á tilnefnningum almennings. Metfjöldi tilnefninga barst til nefndarinnar í ár.

Í fyrra brá tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd  út af vananum og veitti félagi en ekki einstakling viðurkenningu fyrir framlag sitt til íþróttamála. Handhafi viðurkenningarinnar og farandbikarsins í fyrra var Skíðafélag Strandamanna. Félagið virðist eflast með ári hverju og státar af metnaðarfullu, fjölbreyttu og skemmtilegu barna- og ungmennastarfi sem nú er allan árins hring með fjallgöngum, þrekæfingum og línuskautum auk skíðanna. Skíðafélagið býður fjölskylduna velkomna með í leik og æfingar og opnar á möguleika gestkomandi til að stunda íþróttir í okkar fallega umhverfi, hvort sem er í leik eða keppni. Skíðafélagið er nú að leggja lokahönd á skíðaskála í Selárdal sem er metnaðarfullt verkefni unnið með samtakamætti þeirra sem að félaginu koma. Skíðafélag Strandamanna ber af hvað varðar prúðmennsku, vinsemd og hvatningu og er samfélaginu til sóma.

Reglur um snjómokstur og hálkueyðingu

Salbjörg Engilbertsdóttir | 10. febrúar 2022
Á fundi sveitarstjórnar í janúar voru samþykktar Reglur um snjómokstur og hálkueyðingu en um er að ræða breytingar á reglum fyrra árs.  Nú í tíð fannfergis og ótryggs veðurs er mikilvægt að íbúar kynni sér reglurnar sem finna má hér og á vef sveitarfélagsins undir stjórnsýsla og reglur og samþykktir.

Húsnæðisáætlun Strandabyggðar

Salbjörg Engilbertsdóttir | 10. febrúar 2022


Á fundi sveitarstjórnar í janúar var lögð fyrir til samþykktar Húsnæðisáætlun Strandabyggðar. Hlutverk húsnæðisáætlana er að draga fram mynd af því hver staða húsnæðismála er í hverju sveitarfélagi fyrir sig, greina framboð og eftirspurn eftir margvíslegum húsnæðisformum og setja fram áætlun um hvernig sveitarfélagið ætlar að mæta húsnæðisþörf heimila, bæði til skemmri og lengri tíma. Megin markmið með gerð húsnæðisáætlana er því að stuðla að auknu húsnæðisöryggi heimilanna. 

Eitt af hlutverkum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er að halda utan um og aðstoða sveitarfélögin við gerð húsnæðisáætlana. Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga verða stafrænar og á stöðluðu formi frá og með árinu 2022. Hér má sjá húsnæðisáætlun Strandabyggðar.  

 

 

 




Hamingjudagar 2022

Salbjörg Engilbertsdóttir | 09. febrúar 2022

Hugmyndin um hátíðarbæinn Hólmavík hefur gengið glimrandi s.l. ár en hátíðir hafa verið haldnar nánast mánaðarlega þrátt fyrir allskonar takmarkanir. Hamingudagar voru haldnir í júní 2021 og margir gestir heimsóttu okkur og skemmtu sér hið besta.  Bókavík var haldin í haust, Hrekkjavaka var á sínum stað og ný nýverið var haldin janúarhátíðin Vetrarsól.

Arnkatla, sem eru félagasamtök listamanna í Strandabyggð og nágrenni munu síðan sjá um Hörmungardaga í lok febrúar.  Á Hörmungardögum er vettvangur til að veita hinum ýmsu hörmungum athygli, hvort heldur sem er að styðja og styrkja þá sem verða fyrir hörmungum eða einfaldlega til að borða hörmulegan mat eða hlusta á ömurleg lög, eins má ausa úr sér yfir ömurð og leiðindum.

Þegar sumrar munum við halda Hamingjudaga eins og áður og verður hátíðin haldin 24.-26. júní. Við kynnum það þegar nær dregur en íbúar, sumarbústaðafólkið okkar, fyrirtæki, félagasamtök,gestir og aðrir áhugasamir mega endilega senda okkur hugmyndir og tillögur um atriði á hátíðnni.  

Hrafnhildur Skúladóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi hrafnhildursk@strandabyggd.is
Salbjörg Engilbertsdóttir skrifstofustjóri og afskiftafulltrúi salbjorg@strandabyggd.is

Sveitarstjórnarfundur nr. 1328

Salbjörg Engilbertsdóttir | 05. febrúar 2022


Fundur nr. 1328 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 8.febrúar 2022 kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.

Fundardagskrá er svohljóðandi:


1. Framlenging styrktarsamninga frá félagasamtökum í Strandabyggð.
2. Gjaldskrá Hólmavíkurhafnar.
3. Þjónustusamningur við Café Riis frá 1.janúar 2022.
4. Þjónustusamningur við Ásgarði ehf. um fræðslustjórn.
5. Drög að þjónustusamningi við Sýslið ehf. um rekstur Upplýsingamiðstöðvar.
6. Sameiningarmál Strandabyggðar.
7. Forstöðumannaskýrslur.
8. Erindi frá Unicef um verkefnið Barnvæn sveitarfélög.
9. Erindi frá Cycling Westfjords um styrk til gerðar upplýsingakorts.
10. Kynning frá Bjargi íbúðafélagi um uppbyggingu hagkvæmra leiguíbúða.
11. Erindi frá Sveitarstjórnarráðuneyti varðandi samstarf um aðgengisfulltrúa.
12. Fundargerð frá Sambandi sveitarfélaga v.stofnunar húsnæðissjálfseignastofnunar frá 27.janúar 2022.
13. Fundargerð velferðarnefndar Stranda- og Reykhólahrepps frá 13.janúar 2022.
14. Fundargerð Tómstunda- íþrótta- og menningarnefndar frá 31.janúar 2022.
15. Fundargerð Fræðslunefndar frá 3.febrúar 2022.
16. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 7. febrúar 2022.
17. Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 905 dags. 14. janúar 2022.
18. Fundargerð Náttúrustofu Vestfjarða frá 1.febrúar 2022.
19. Fundargerðir Vestfjarðarstofu nr. 37, 38, 39, 40, 41, 42 og 43 ásamt starfsáætlun ársins 2022.

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:
Jón Gísli Jónsson
Ásta Þórisdóttir
Guðfinna Lára Hávarðardóttir
Pétur Matthíasson
Jón Jónsson


Strandabyggð 4.febrúar 2021
Jón Gísli Jónsson oddviti

Eldri færslur

Facebook

Vefumsjón