A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Íbúafundur vegna endurskoðunar aðalskipulags Strandabyggðar.

Salbjörg Engilbertsdóttir | 04. mars 2022

 

Sveitarstjórn Strandabyggðar boðar til íbúafundar vegna endurskoðunar á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Til kynningar er forsendur og skipulagslýsing fyrir aðalskipulag Strandabyggðar 2021-2031. Fundurinn er opinn öllum þeim sem vilja kynna sér og ræða helstu viðfangsefni og áherslur sveitarfélagsins í endurskoðuðu aðalskipulagi. Fundinum verður einnig streymt og hægt að taka fullan þátt í honum á Teams.

Fundurinn verður haldinn í félagsheimilinu þann 10. mars nk. og hefst kl. 17:00.

Hér er hlekkur á streymi fyrir fundinn.


English

Residents’ meeting for the review of Strandabyggð municipal plan.

Strandabyggð council calls for residents meeting regarding the review of the local municipal plan. The council will present the 2021-2031 municipal plans structure. The meeting is open to all those who wish to familiarize themselves and discuss the municipalities main subjects and emphases on the revised municipal plan. It is also possible to participate in the meeting online through Teams.

The meeting will be held in the Community hall (Félagsheimili) on March 10th at 5PM.

Here is a link for the meeting on Teams.

Vatnslaust í túnahverfi UPPFÆRÐ FRÉTT

Salbjörg Engilbertsdóttir | 25. febrúar 2022
Vegna bilunar í vatnsæð í Miðtúni verður að öllum líkindum vatnslaust í hverfinu fram eftir degi.  Við biðjumst velvirðingar á þessu og vonumst til að viðgerðir takist fljótt. 
Vatnið kom á aftur rétt fyrir kl.15

Framkvæmdir í íþróttamiðstöð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 24. febrúar 2022

Frá og með mánudeginum 28.febrúar verða sturtuklefar og útisvæði Íþróttamiðstöðvar lokað vegna viðgerða í klefum. Við munum opna aftur um leið og færi gefst aftur en reikna má með að viðgerðir taki nokkrar vikur. Aðgengi að íþróttasal og líkamsrækt verður óbreytt nema eitthvað komi upp á.

Hörmungadagar 25.-27. febrúar - dagskráin

| 22. febrúar 2022
Draugaganga á síðustu Hörmungadögum
Draugaganga á síðustu Hörmungadögum
Hátíðin Hörmungadagar verður haldin á Hólmavík og í nágrenni dagana 25.-27. febrúar. Það verður ýmislegt til ógleði á þessum dögum, til dæmis verður pöbbarölt á föstudeginum til að drekkja sorgum sínum, open mic þar sem fólk getur lesið upp úr vandræðalegum unglingsdagbókum sínum, sorgarsöngvar, hörmungarbarsvar, svo ætlar fólk að spila “Hörmung hendir” (shit happens) og fýlupokaþraut er meðal þess sem er í boði....
Meira

Íþróttamaður ársins 2021 í Strandabyggð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 17. febrúar 2022
Þórey Dögg og Guðmundur Viktor verðlaunahafar 2021
Þórey Dögg og Guðmundur Viktor verðlaunahafar 2021
« 1 af 2 »


Í gær var tilkynnt um kjör Íþróttamanns ársins 2021 og verðlaun afhent. Ennfremur voru veitt hvatningarverðlaun til íþróttamanns. Hrafnhildur Skúladóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi afhenti verðlaunin og í inngangsorðum hennar kom m.a. fram hve mikilvægt sé að finna sig í gleðinni og lífsfyllingunni við þessar daglegu æfingar allt árið um kring því þá munu einstaklingar nái sem bestum árangri.

Báðir þessir verðlaunahafar sanni það enn einu sinni að afreksfólk þrífist jafnt á litlum stöðum sem og í  þéttbýli. Auðvitað þurfi að hafa fyrir hlutunum og lengra sé að sækja mót og þjálfun að einhverju leyti en grunnurinn er heima. Í aðstöðu og hugarfari þess sem stundar sína íþrótt af heilindum. Hér höfum við mikla möguleika til að vaxa enn frekar á sviði íþrótta. Jafnt almenningsíþrótta sem og afreksíþrótta. Við sem samfélag þurfum bara að vera meðvituð um að hlúa að fólkinu okkar, jafnt börnum sem fullorðnum, hér eftir sem hingað til og þá er framtíðin björt.


Íþróttamaður ársins

Íþróttamaður Strandabyggðar 2021 er Guðmundur Viktor Gústafsson en hann hlýtur þessa viðurkenningu fyrir afrek sín á sviði golfíþróttarinnar á síðasta ári en hann náði þeim árangri að komast í landsliðssæti eldri kylfinga í aldursflokknum 65+ með forgjöf. Hann er nú í 3.sæti yfir landið í þessum aldurshópi og við hlökkum til að sjá hann spila fyrir landsliðið á komandi árum. Guðmundur æfir á golfvellinum okkar á Skeljavíkurgrundum með Golfklúbbi Hólmavíkur og er einn af stofnmeðlimum klúbbsins frá 1994.

Hvatningarverðlaun Strandabyggðar, hlaut Þórey Dögg Ragnarsdóttir skíðakona.  Þórey hefur æft gönguskíðaíþróttina frá barnsaldri, sótt námskeið erlendis og keppt á mótum með góðum árangri. Hún æfir með Skíðafélagi Strandamanna og hefur einnig verið liðtæk við þjálfun og kennslu síðustu ár. 

 

Sveitarstjórn Strandabyggðar óskar Guðmundi og Þóreyju og aðstandendum þeirra, innilega til hamingju með þessar viðurkenningar og væntir enn meira af þeim í framtíðinni“



Eldri færslur

Facebook

Vefumsjón