A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Íþróttamiðstöðin um helgina

Salbjörg Engilbertsdóttir | 04. júní 2021

Íþróttamiðstöðin verður opin frá kl. 12-18 laugardaginn 5.júní og sunnudaginn 6. júní.  Við biðjumst innilegrar afsökunar á þessari breytingu sem er vegna óviðráðanlegra orsaka. En fjörið heldur áfram eftir helgina og þá er opið frá 09-21 alla daga.


Skráning á sumarnámskeið

| 31. maí 2021
Opnað hefur verið fyrir skráningar á sumarnámskeið í Strandabyggð. Skráningarskjalið er að finna hér: https://forms.gle/yx6h1SLstf9yJaTv7

Í boði eru fjölbreytt námskeið fyrir börn á öllum aldri; Íþróttir- og leikir, Náttúrubarnaskóli, stuttmyndagerð, leiðtogaþjálfun, skíði og sirkus svo fátt eitt sé nefnt. Auk þess er Geislinn með námskeið og heldur utan um eigin skráningu. Á öllum námskeiðum starfa úrvalsleiðbeinendur sem eru vanir að vinna með börnum og njóta aðstoðar ungmenna úr Vinnuskólanum.

Hægt er að skrá sig í hádegismat meðan á námskeiðum stendur.

Við miðum við að taka saman skráningu á námskeið hverrar viku miðvikudaginn fyrir og sendum í kjölfarið út nákvæmari upplýsingapóst.

Öllum börnum er velkomið að skrá sig á námskeiðin en Strandabyggð niðurgreiðir 5.000 kr. á hvert námskeið fyrir börn forsjáraðila sem búa í sveitarfélaginu.

Góða skemmtun og gleðilegt sumar!

Íþróttamiðstöðin opnun

Salbjörg Engilbertsdóttir | 31. maí 2021

Íþróttamiðstöðin er lokuð til kl.17 dagana 1. og 2. júní vegna námskeiða starfsmanna en verður síðan opin frá kl. 17-21.  


Verið öll hjartanlega velkomin!

Bogfimi í íþróttamiðstöðinni

| 28. maí 2021
Í dag, föstudag, kl 16-18 er opin kynning á bogfimi í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík, öll velkomin.

Um helgina fer svo fram námskeið í íþróttinni. Nánari upplýsingar og skráning hér: https://www.facebook.com/events/863805147903093

Tilnefningar til Menningarverðlauna

| 27. maí 2021
Jón Jónsson og Kristín Einarsdóttir við verðlaunaafendinguna árið 2020
Jón Jónsson og Kristín Einarsdóttir við verðlaunaafendinguna árið 2020

---Frestur til tilnefninga hefur verið framlengdur til hádegi 14. júní 2021---

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar auglýsir eftir tilnefningum til Menningarverðlauna Strandabyggðar árið 2021.

Öflugt lista og menningarstarf er verðmætt öllum samfélögum en ekki síst litlum sveitarfélögum á borð við Strandabyggð og því er dýrmætt að verðlauna það sem vel er gert.

Tilnefningum, ásamt rökstuðningi, má skila á skrifstofu Strandabyggðar eða á netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is til kl.12:00 mánudaginn 7.júní.


Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd skipar dómnefnd sem velur úr innsendum tillögum og veitir verðlaunin á opnun Hamingjudaga.

...
Meira
Eldri færslur

Facebook

Vefumsjón