A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sólmyrkvagleraugu fyrir íbúa Strandabyggðar

Heiðrún Harðardóttir | 31. október 2025

Þann 12. ágúst 2026 verður almyrkvi á sólu, sem mun vara hvað lengst á Vestfjörðum. Til að tryggja að íbúar geti notið sólmyrkvans á öruggan hátt hefur Strandabyggð tekið þátt í sameiginlegri pöntun á sólmyrkvagleraugum ásamt öðrum sveitarfélögum á Vestfjörðum.

Strandabyggð hefur keypt 556 gleraugu og uppfylla þau alla öryggisstaðla. Þeim verður dreift þegar nær dregur.

Það er mikilvægt að allir noti réttan öryggisbúnað þegar horft er á sólmyrkva, til að koma í veg fyrir augnskaða, sem í verstu tilfellum getur verið varanlegur.

Nánari upplýsingar um afhendingu glerauganna verða birt síðar, þegar nær dregur sólmyrkva. 

Facebook

Vefumsjón