A A A

Skođun fimm ára barna

Hjúkrunarfræðingar heilsugæslunnar sjá um heilbrigðisskoðanir fimm ára barna á svæðinu. Öll fimm ára börn á Íslandi eru skoðuð á heilsugæslustöð. Út frá skoðuninni á að meta hvort barnið þarf á sérstakri hjálp að halda í sambandi við væntanlega skólagöngu við sex ára aldur.

Barnið kemur í fylgd með foreldri / forráðamanni í skoðunina. Reynt er að gera viðtalstímann áhugaverðan og auðveldan fyrir barnið. Í skoðuninni felst m.a. sjónpróf, heyrnarpróf, þroskamat, læknisskoðun og ónæmisaðgerð gegn barnaveiki, stífkrampa og kíkhósta.

Ekki er unnt að panta tíma í fimm ára skoðun. Foreldri / forráðamanni er sent bréf með bókunartíma, en einnig er gefinn kostur á að hringja og fá nýjan tíma, hittist illa á (símanúmer: 450-4510, 450-4514).
Vefumsjón