Saga Heilsugæslu á Suðureyri
Héraðslæknirinn á Suðureyri í Súgandafirði fluttist árið 1962 í
nýreistan læknisbústað sveitarfélagsins. Þar var gert ráð fyrir fjórum
sjúklingum. Það var þó ekki fyrr en árið 1967 sem fyrsti sjúklingurinn
innskrifaðist þar, að öllum líkindum vegna stopullar staðfestu lækna í
héraðinu. Rúmum fjörutíu árum seinna, eða 28. febrúar árið 2003, flutti
heilsugæslan í nútímalegri aðstöðu að Aðalgötu 2. Þá var
læknabústaðurinn orðinn svo til óhæfur til síns brúks. Nú er vel rúmt
um starfssemina.