A A A

STARFSMAĐUR Á ENDURHĆFINGARDEILD

27.07 2017

HVEST óskar að ráða starfsmann á Endurhæfingardeild á Ísafirði. Um er að ræða 75% stöðu frá 1. september 2017, eða eftir nánara samkomulagi.

 

Hæfnikröfur eru almenn menntun, almenn tölvukunnátta, jákvætt viðhorf, frumkvæði og samskiptahæfileikar.

 

Helstu verkefni eru: Símsvörun, tímabókanir og skráningar, vinna og eftirlit í æfingasal,  umsjón með sundlaug og heitum potti, auk annars. Vinnutími er virka daga frá kl. 10-16.

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi VerkVest og stofnanasamningi.
Nánari upplýsingar veitir Sigurveig Gunnarsdóttir, deildarstjóri, í s: 450 4500, 450 558 og á veiga@hvest.is.

Umsóknarfrestur er til og með 15. ágúst 2017.
Vinsamlegast sendið umsóknir til  Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, Torfnesi, 400 Ísafirði.


Umsóknareyðublað er að finna á vefnum www.hvest.is undir viðkomandi starfsauglýsingu og í afgreiðslu stofnunarinnar á Ísafirði.
Öllum umsóknum verður svarað þegar, ráðning hefur verið ákveðin.


Umsóknareyðublað [ Word | PDF ]

FJÁRMÁLASTJÓRI

20.07 2017

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða (HVest) auglýsir til umsóknar stöðu fjármálastjóra frá 1. september nk. eða eftir samkomulagi.  

Um er að ræða 80 - 100% stöðugildi. Fjármálastjóri ber ábyrgð á fjármálum stofnunarinnar gagnvart forstjóra og framkvæmdastjórn og er yfirmaður bókhalds- og launaskrifstofu. Ráðið verður í stöðuna til fimm ára í senn. Næsti yfirmaður er forstjóri.

 

Helstu viðfangsefni og ábyrgð:

 • Hefur umsjón með fjármálum stofnunar og daglegum rekstri
 • Annast og ber ábyrgð á gerð fjárhags- og rekstraráætlana
 • Ber ábyrgð á og hefur eftirlit með launavinnslu og bókhaldi
 • Annast tölfræðiúrvinnslu og hefur eftirlit með rekstri deilda
 • Sinnir innra eftirliti, rýni og greiningarvinnu
 • Er tengiliður stofnunar við viðskiptaaðila og stofnanir
 • Getur gengið í störf undirmanna ef þörf krefur
 • Seta í samstarfsnefnd stofnunar við gerð stofnanasamninga

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun á sviði fjármála, viðskiptafræði eða sambærileg menntun
 • Þekking og/eða reynsla í gerð fjárhags- og rekstraráætlana
 • Þekking á bókhaldi og launavinnslu
 • Hæfni í tölfræði og úrvinnslu gagna
 • Reynsla af fjársýslukerfinu ORRA (Oracle) er æskileg
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
 • Vilji og áhugi til að taka þátt í þróun og uppbyggingu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða
 • Frumkvæði, heiðarleiki og nákvæmni eru mikilvægir kostir

 

Starfsstöð aðalskrifstofu HVest er á Ísafirði.Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins við viðkomandi stéttarfélag. Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristín B. Albertsdóttir, forstjóri HVest, netf.; kba@hvest.is, s: 4504500 eða 8668696. Umsóknum skal skilað rafrænt á netfangið; kba@hvest.is. Umsóknarfrestur er til og með 17. ágúst 2017. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.  

 

Hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa u.þ.b. 250 manns, en stofnunin veitir almenna heilbrigðisþjónustu á þremur sviðum, heilsugæslu- hjúkrunar- og sjúkrasviði. Heilbrigðisumdæmið nær yfir sveitarfélögin, Vesturbyggð, Tálknafjarðarhrepp, Ísafjarðarbæ, Bolungarvíkurkaupstað og Súðavíkurhrepp.


Umsóknareyðublað [ Word | PDF ]

STARFSMAĐUR VIĐ RĆSTINGAR

12.07 2017

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði óskar að ráða starfsmann í ræstingarstarf nú þegar, eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða almennar ræstingar og þrif á stofnuninni í 50% stöðu. Vinnutími er frá kl. 12 til 16.

   
Laun eru samkvæmt kjarasamningi SÍ og ríkissjóðs og stofnanasamningi.

Nánari upplýsingar veitir Kristín Hulda Guðjónsdóttir, ræstingastjóri, í netfangi: kristinhulda@hvest.is.

Umsóknarfrestur er til 26. júlí 2017.
Vinsamlegast sendið umsóknir til  Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, b.t. ræstingarstjóra, Torfnesi, 400 Ísafirði.


Umsóknareyðublað er að finna á vefnum www.hvest.is undir viðkomandi starfsauglýsingu og í afgreiðslu stofnunarinnar á Ísafirði.
Öllum umsóknum verður svarað þegar, ráðning hefur verið ákveðin.


Umsóknareyðublað [ Word | PDF ]

HJÚKRUNARFRĆĐINGUR – AFLEYSINGARSTAĐA DEILDARSTJÓRA HEIMAHJÚKRUNAR

20.06 2017

HVEST á Ísafirði óskar að ráða hjúkrunarfræðing í 1 árs afleysingarstöðu fyrir deildarstjóra Heimahjúkrunardeildar HVEST á Ísafirði. Um er að ræða 100% stöðu við hjúkrunarstjórnun í heimahjúkrun á N-Vestfjörðum frá 1. september 2017 til 31. ágúst 2018.

 

Starfsreynsla í stjórnun og hjúkrun aldraðra er æskileg.

 
Laun eru samkvæmt kjarasamningi FÍH og stofnanasamningi.
Nánari upplýsingar veita Hörður Högnason, framkvæmdastjóri hjúkrunar, í s: 894 0927 og á hordur@hvest.is og Halldóra Hreinsdóttir, deildarstjóri, í s: 860 7441 og á halldorah@hvest.is.

Umsóknarfrestur er til 10. júlí 2017.
 

Vinsamlegast sendið umsóknir til  Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, b.t. framkvæmdastjóra hjúkrunar, Torfnesi, 400 Ísafirði.


Umsóknareyðublað er að finna á vefnum www.hvest.is undir viðkomandi starfsauglýsingu.
Öllum umsóknum verður svarað þegar, ráðning hefur verið ákveðin.


Umsóknareyðublað [ Word | PDF ]

HJÚKRUNARFRĆĐINGUR Á HEIMAHJÚKRUNARDEILD

20.06 2017

HVEST á Ísafirði óskar að ráða hjúkrunarfræðing á  Heimahjúkrunardeild HVEST á Ísafirði. Um er að ræða 80-100% stöðu í heimahjúkrun á N-Vestfjörðum frá 15. júlí 2017 eða skv. nánara samkomulagi.

 
Laun eru samkvæmt kjarasamningi FÍH og stofnanasamningi.
Nánari upplýsingar veitir Halldóra Hreinsdóttir, deildarstjóri, í s: 860 7441 og á halldorah@hvest.is.

Umsóknarfrestur er til 10. júlí 2017.
 

Vinsamlegast sendið umsóknir til  Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, b.t. framkvæmdastjóra hjúkrunar, Torfnesi, 400 Ísafirði.


Umsóknareyðublað er að finna á vefnum www.hvest.is undir viðkomandi starfsauglýsingu.
Öllum umsóknum verður svarað þegar, ráðning hefur verið ákveðin.


Umsóknareyðublað [ Word | PDF ]

SJÚKRALIĐAR Á LEGUDEILD

26.04 2017

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði óskar að ráða  sjúkraliða á blandaða hand- og lyflækningadeild í vaktavinnu. 
Um er að ræða 50-100% fastar stöðurog sumarafleysingar frá1. júní 2017, eða eftir nánara samkomulagi.

 
Menntunarkröfur eru sjúkraliðaleyfi.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra við SLFÍ og stofnanasamningi.

Nánari upplýsingar veitir Rannveig Björnsdóttir, deildarstjóri, í s: 450 4500 og á rannveig@hvest.is.

Umsóknarfrestur er til 15. maí 2017.
 
Vinsamlegast sendið umsóknir á
rannveig@hvest.is eða til  Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, Torfnesi, 400 Ísafirði.


Umsóknareyðublað er að finna á vefnum www.hvest.is undir viðkomandi starfsauglýsingu.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning hefur verið ákveðin.


Umsóknareyðublað [ Word | PDF ]

Störf í rćstingadeild

25.04 2017

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði óskar eftir að ráða starfsmann í 95% ræstingastöðu frá og með 1. júní nk.

 

Þá er laus 22% framtíðarstaða í býtibúri stofnunarinnar frá 1. júní.

 

Laun eru skv. kjarasamningum.

 

Nánari upplýsingar veitir Kristín Hulda Guðjónsdóttir, ræstingastjóri í s: 860-7445 og/eða á  netfangi: kristinhulda@hvest.is.


Vinsamlegast sendið umsóknir til Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, Torfnesi, 400 Ísafirði.

Umsóknareyðublað er að finna á vefnum www.hvest.is og/eða í afgreiðslu stofnunarinnar á Ísafirði.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning hefur verið ákveðin.


Umsóknareyðublað [ Word | PDF ]

Starfsmađur í eldhús

10.04 2017

Heilbrigðiststofnun Vestfjarða á Ísafirði óskar að ráða starfsmann í eldhús.

Um er að ræða 100 % fasta stöðu frá 1. maí 2017 eða eftir nánara samkomulagi.

Laun eru samkvæmt kjarasamning fjármálaráðherra við Starfsgreinasamband Íslands  og stofnanasamningi.

Nánari upplýsingar veitir Birgir Jónsson matráður  í síma 450 4560, eldhus@fsi.is

 

Vinsamlegast sendið umsóknir á eldhus@fsi.is eða til Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða b.t. Birgis Jónssonar matráðs, Torfnesi, 400 Ísafirði

 

Umsóknareyðublað er að finna á vefnum undir www.hvest.is undir viðkomandi starfsauglýsingu.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning hefur verið ákveðin.


Umsóknareyðublað [ Word | PDF ]

Starf launafulltrúa

10.04 2017

Launafulltrúi óskast til starfa hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða (HVest) auglýsir lausa stöðu launafulltrúa við stofnunina. 
Um er að ræða starf sérfræðings til að sinna launavinnslu á aðalskrifstofu stofnunarinnar sem staðsett er á Ísafirði. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða samkvæmt samkomulagi.

Starfssvið:
• Umsjón, eftirlit og ábyrgð á launavinnslu
•  Afstemmingar
•  Greiningarvinna og úrvinnsla gagna
•  Situr í samstarfsnefnd stofnunar við gerð stofnanasamninga
•  Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:
•  Háskólapróf á sviði viðskipta eða rekstrar æskilegt
•  Reynsla og góð þekking á launavinnslu er skilyrði
•  Góð almenn tölvufærni og góð þekking á Excel
•  Þekking og reynsla af launakerfi Orra er kostur
•  Góð samskiptahæfni og þjónustulund
•  Þekking á kjarasamningum ríkisins er kostur 
•  Sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum
•  Viðkomandi þarf að vera talnaglöggur
•  Gagnrýnin og lausnamiðuð hugsun

Í boði er áhugavert og krefjandi starf á skemmtilegum vinnustað.
Starfið heyrir undir fjármálasvið stofnunarinnar og er fjármálastjóri næsti yfirmaður. Starfshlutfall; 80-100% eða eftir samkomulagi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Launakjör fara samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkisins við viðkomandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Bryndís Sigurðardóttir, fjármálastjóri, netf. bryndis@hvest.is, s. 450-4500, eða Kristín B. Albertsdóttir, forstjóri, netf.; kba@hvest.is, s: 450-4500 .
Umsóknum skal skilað rafrænt á netfangið; bryndis@hvest.isUmsóknarfrestur er til og með 30. apríl 2017.

Á Ísafirði og í nágrenni búa um 5000 manns. Helstu atvinnugreinar eru opinber þjónusta, sjávarútvegur, ferðaþjónusta og verslun. Góðir leik- og grunnskólar eru í bænum ásamt öflugum framhaldsskóla. Einstök náttúra einkennir svæðið, íþróttalíf er fjölbreytt og gróskumikið menningarstarf fer fram allt árið um kring,sérstaklega á sviði tónlistar.

VIRÐING + SAMVINNA + TRAUST + JÁKVÆÐNI


Umsóknareyðublað [ Word | PDF ]

SJÚKRALIĐAR Á PATREKSFJÖRĐ

6.04 2017

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði óskar að ráða  sjúkraliða á legudeild og á heilsugæslustöð, bæði í fastar stöður og sumarafleysingar. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni við hjúkrun á hjúkrunar- og legudeild og við heilsugæslu og heilsuvernd.

 
Um er að ræða 80-100% fastar stöðurfrá1. júní 2017, eða eftir nánara samkomulagi.

 
Menntunarkröfur eru sjúkraliðaleyfi.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra við SLFÍ og stofnanasamningi.

Nánari upplýsingar veitir Anna Árdís Helgadóttir, hjúkrunarstjóri, í s: 849 0530 og á anna@hvest.is.

Umsóknarfrestur er til 31. maí 2017.
 
Vinsamlegast sendið umsóknir á
anna@hvest.is eða til  Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, b.t. hjúkrunarstjóra, Stekkum 1, 450 Patreksfirði.


Umsóknareyðublað er að finna á vefnum www.hvest.is undir viðkomandi starfsauglýsingu.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning hefur verið ákveðin.

 

Á Patreksfirði er stutt í einstaka náttúruupplifun og má þar nefna Látrabjarg, Rauðasand, Vatnsfjörð og Arnarfjörð með Ketildalina og Uppsalina hans Gísla. Þar er þægilegt að vera með börn, frábær útisundlaug, líkamsræktarstöð og golfvöllur. Söfnin á Hnjóti, á Bíldudal og í Selárdal er skemmtilegt að sýna gestum. Vetur eru snjóléttir.


Umsóknareyðublað [ Word | PDF ]

Vefumsjón