A A A

Sumarafleysingar - Hjúkrunarheimiliđ Berg í Bolungarvík

5.03 2019

Fjölbreytt störf í boði til sumarafleysinga á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. 

 

Við óskum eftir starfsfólki í aðhlynningu á hjúkrunarheimilinu Bergi. Möguleiki er á mismunandi vinnuhlutfalli, allt frá 20% upp í 100% og mismunandi tegundum vakta. Dæmi um vaktafyrirkomulag er vika daga frá kl. 8 til 12, kvöldstubbar frá kl. 18 til 22, helgarvaktir eða tví- og þrískiptar vaktir. 

Umsækjendur verða að vera orðnir 18 ára þegar afleysing hefst. 

 

Matráð vantar í sumarafleysingu á hjúkrunarheimiliið Berg. Starfið er 70% og unnið er í 2ja og 3ja daga lotum og aðra hvora helgi. Möguleiki er á að taka hluta af sumrinu. 

 

Aðstoðarmanneskju í eldhús vantar í sumarafleysingu á hjúkrunarheimilið Berg. Starfshlutfall er 50% og er unnið virka daga frá kl. 9 til 13. Möguleiki er á að vinna hluta af sumri. 

 

Bæði kynin eru hvött til að sækja um.

 

Nánari upplýsingar um öll störfin á hjúkrunarheimilinu Bergi veitir Hildur Elísabet Pétursdóttir, deildarstjóri í síma: 695-2222 eða á netfanginu hildurep@hvest.is


Umsóknareyðublað [ Word | PDF ]

Vefumsjón