A A A

Ljósmóđir óskast í hlutastarf á Patreksfirđi

12.02 2019

Ljósmóðir óskast í tímabundið starf fram til júní 2020, eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða u.þ.b. 10-15 % stöðugildi í dagvinnu við mæðravernd og leghálskrabbameinsleit. Staðan er laus nú þegar.

 

Viðkomandi ljósmóðir þyrfti að ferðast um það bil einu sinni í mánuði til Patreksfjarðar og dveljast þar 1-2 sólarhringa í senn. Vinnutími er sveigjanlegur eftir þörfum viðkomandi starfsmanns og fjölda bókana hverju sinni. Flogið er á Bíldudal frá Reykjavík um hádegisbil einu sinni á dag og ljósmóðir yrði sótt á flugvöllinn. Í boði er snyrtileg lítil íbúð til afnota án endurgjalds.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Íslenskt ljósmóðurleyfi
  • Sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð
  • Starfsreynsla í ofangreindum störfum

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru skv. gildandi kjarasamning fjármálaráðherra og Ljósmæðrafélags Íslands  og stofnanasamningi.

 

Umsóknarfrestur er til 4. mars 2019. Æskilegt er að nýr starfsmaður geti hafið störf sem fyrst en er þó samningsatriði.

 

Tekið er á móti umsóknum í gegnum netfangið umsokn@hvest.is og með umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu.

 

Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu.

 

Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

 

Nánari upplýsingar veita Svava Magnea Matthíasdóttir hjúkrunarstjóri á Patreksfirði í síma 450 2000 eða á netfanginu svavam@hvest.is og Hörður Högnason, framkvæmdastjóri hjúkrunar Heilbriðisstofnunar Vestfjarða í síma 450 4500 og á netfanginu hordur@hvest.is.


Umsóknareyðublað [ Word | PDF ]

Vefumsjón