Erindisbréf fyrir Gæðaráð HSÍ
Samþykkt á fundi framkvæmdastjórnar þann 25. nóvember 2004.
Við Heilbrigðisstofnunina Ísafjarðarbæ skal
starfa gæðaráð sem vinnur að þvi að bæta starfshætti stofnunarinnar. Ráðið
heyrir undir framkvæmdastjórn. Það er ráðgefandi um allt gæðastarf
stofunarinnar, svo sem umbætur og forgang verkefna. Til viðfangsefna gæðaráðs
teljast atriði á sviði lækninga, hjúkrunar og reksturs stofunarinnar. Umbætur
og gæði í þjónustu stofunarinnar skal ávallt meta út frá sjónarhóli sjúklinga og
starfsmanna hennar.
Hlutverk gæðaráðs:
-
Framfylgja gæðastefnu HSÍ.
-
Veita gæðastarfi innan stofnunarinnar forystu.
-
Gera tillögur um verkefni og koma þeim á.
-
Kynna umbótastarf og starf að gæðamálum innan stofnunarinnar.
-
Vera Framkvæmdastjórn HSÍ til ráðgjafar um gæðamál.
Í gæðaráði skulu sitja 5 starfsmenn, sem skipaðir
eru af Framkvæmdastjórn HSÍ:
- 1 frá legudeildum
- 1 frá stoðdeildum
- 1 frá þjónustudeildum
- 1 frá heilsugæslu
- 1 frá starfsmannaráði
Gæðaráð skiptir með sér verkum. Það skal kjósa sér formann, sem
jafnframt er talsmaður nefndarinnar, og ritara. Það skal halda fundi a.m.k.
mánaðarlega á tímabilinu frá 1. september til 31. maí og skrá fundargerðir.
Engin tímamörk eru á setu starfsmanna í nefndinni. Getur starfsmaður hvenær sem
er óskað eftir að hætta setu þar og skipar Framkvæmdastjórn þá annan í hans
stað. Á sama hátt getur Framkvæmdastjórn skipt um starfsmann í nefndinni, ef
ástæða er til.
Allar
fundargerðir, plögg og ákvarðanir, sem frá Gæðaráði koma, skulu berast
Framkvæmdastjórn HSÍ, til skoðunar og samþykktar. Gæðaráð skal jafnframt gera
Framkvæmdastjórn reglulega grein fyrir störfum sínum.
Gæðaráð skal skila greinargerð um störf
sín í ársskýrslu HSÍ.