A A A

Krabbameinsskođun

17.03 2014 | Ţröstur Óskarsson

Krabbameinsskoðun verður á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði dagana 18.-  20. mars næst komandi.

Tímapantanir eru í síma 450-4500 milli kl. 08 - 16.

Stofnfundur Hjúkrunarráđs HV

13.03 2014 | Hörđur Högnason

12. mars 2014 var haldinn stofnfundur Hjúkrunarráðs HV. Hjúkrunarráð og Læknaráð eru fagráð sem getið er í 15. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007. Í hjúkrunarráði sitja allir hjúkrunarfræðingar sem eru við störf á HV og hafa verið það í 3 mánuði eða lengur.

 

Hlutverk Hjúkrunarráðs HV er að:

  • Stuðla að því að hjúkrunin grundvallist ætíð á gildandi lögum, reglugerðum og siðareglum í samræmi við stefnu og markmið hjúkrunar á HV.
  • Vera faglegur og ráðgefandi aðili varðandi málefni er varða hjúkrunar- og ljósmóðurfræði á HV, svo og rekstur, stjórnun, uppbyggingu og nýtingu sjúkrahúss og heilsugæslu.
  • Vera ráðgefandi vettvangur fyrir hjúkrunarfræðinga, ljósmæður og stjórnendur HV.
  • Hafa frumkvæði og vera vettvangur faglegra umræðna um hjúkrun.
  • Hvetja til þróunarvinnu með eflingu klínískra rannsókna í hjúkrun og tengslum við menntastofnanir í heilbrigðisfræðum.
  • Taka til umfjöllunar og eða umsagnar málefni sem vísað er til ráðsins.

Stjórn Hjúkrunarráðsins skipa:

Sara Guðmundsdóttir, formaður

Hildur Elísabet Pétursdóttir

Jóhanna Oddsdóttir

Rakel Rut Ingvadóttir

 

Fundargerð stofnfundar, Starfsreglur Hjúkrunarráðsins og upplýsingar um stjórn eru á innra neti HV.

Allir á netiđ!

24.01 2014 | Svavar Ţór Guđmundsson

Ísfirska tæknifyrirtækið 3X-Technology fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni ákváðu eigendur og stjórnendur að láta gott af sér leiða í bæjarfélaginu og gáfu öldrunardeild Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða tvær spjaldtölvur. Þetta eru svokallaðar iPad-spjaldtölvur en þær hafa sannað gildi sitt á sambærilegum deildum víðs vegar um heim þar sem þær gefa skjólstæðingum og aðstandendum tækifæri til að tengjast veraldarvefnum og hafa þar með samskipti við ættingja og vini á auðveldan og ódýran hátt.

Á myndinni eru Rannveig Björnsdóttir, deildarstjóri öldrunardeildar, Hildur Elísabet Pétursdóttir aðstoðardeildarstjóri og Gunnhildur Gestsdóttir frá 3X-Technology sem afhenti spjaldtölvurnar fyrir hönd fyrirtækisins.

Starfsfólk stofnunarinnar vill þakka kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf með þeirri vissu að nú munu fara í hönd spennandi tæknitímar á öldrunardeildinni.

Tímabundin bilun í símkerfi

1.01 2014 | Svavar Ţór Guđmundsson

Vegna bilunar í símkerfi þann 30. des er ekki hægt að fá samband við legudeild stofnunarinnar með því að hringja í 450 4500 eftir lokun. Sú flýtivísun virkar ekki og er fólki því ráðlagt að hringja í 450 4565 (deildin) eða í síma hjúkrunarfræðinga 860 7462. Ráðgert er að þetta verði komið í lag snemma á nýju ári.

Bilun í skiptiborđi á Ísafirđi

30.12 2013 | Ţröstur Óskarsson

Bilun er í skiptiborði stofnunarinnar. Unnið er að lausn.

Hægt er að ná sambandi við tímabókanir í síma 860-7448 ekki er hægt að gefa símtöl áfram.

Vefumsjón