A A A

Gylfi Ólafsson nýr forstjóri HVEST

25.07 2018 | Hörđur Högnason

Gylfi Ólafsson hefur verið skipaður forstjóri HVEST. Hann tekur við starfinu af Kristínu B. Albertsdóttur.

 

Gylfi er heilsuhagfræðingur. Hann lauk B.Ed. gráðu sem grunnskólakennari frá Háskólanum á Akureyri, M.Sc. í hagfræði frá Stokkhólmsháskóla og hefur lagt stund á doktorsnám í heilsuhagfræði við Karolinska í Stokkhólmi frá árinu 2013.

Samhliða doktorsnámi hefur Gylfi starfað sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi í heilsuhagfræði, sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands, auk þess sem hann stofnaði og rak nýsköpunarfyrirtækið Víur í Bolungarvík árin 2013 – 2016. Gylfi var aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar fjármála- og efnahagsráðherra árið 2017.

 

Gylfi ólst upp á Ísafirði frá barnæsku. Hann er kvæntur Tinnu Ólafsdóttur og eiga þau 2 börn. Starfsfólk HVEST býður Gylfa og fjölskyldu velkomin í heimahagana aftur. Við óskum Gylfa til hamingju með starfið og væntum mikils af samstarfinu við hann í framtíðinni.

Heyrnarmćlingar á HVEST í júlí

28.06 2018 | Hörđur Högnason

Móttaka heyrnarfræðings HTÍ  
er á ÍSAFIRÐI 18.-20.júlí

Staðsetning:   v/heilbrigðisstofnunina

HEYRNARMÆLING – HEYRNARTÆKI RÁÐGJÖF – AÐSTOÐ OG STILLINGAR

BÓKANIR í síma  581 3855
og á vefsíðunni  www.hti.is

OPNUNARTÍMAR HEILSUGĆSLUNNAR Í SUMAR

30.05 2018 | Hörđur Högnason

Heilsugæslusel HVEST verða opin í sumar ásamt hefðbundinni læknamóttöku 8:00-16:00  á Ísafirði og Patreksfirði.

Opnunartímar eru sem hér segir:

Bolungavík , þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 9:00 -11:00

Þingeyri , mánudaga frá kl. 9:00 -11:00 og fimmtudaga 13:00 -15:00

Súðavík, þriðjudaga frá kl. 13:00 -15:00

Suðureyri, miðvikudaga frá kl. 10.20 -12:00

Flateyri, miðvikudaga frá kl. 13:00 -15:00

Bíldudal, fimmtudaga frá kl. 10:30 – 12:00 (ath breyttan tíma)

Tálknafirði, fimmtudaga frá kl. 13:00 – 15:00 (ath breyttan tíma)

 

Dagvakt hjúkrunarfræðinga á heilsugæslunni á Ísafirði er opin alla daga milli 8:00-15:30. Best er að hafa fyrst samband símleiðis til að fá ráðleggingar og/eða álit á sjúkdómseinkennum.

Upplýsingar og tímapantanir eru í síma 450 4500 á Ísafirði og 450 2000 á Patreksfirði.

Tvćr stöđur sálfrćđinga hjá Heilbrigđisstofnun Vestfjarđa

24.05 2018 | Hörđur Högnason

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða auglýsir til umsóknar tvær stöður sálfræðinga við heilsugæslu stofnunarinnar.  Verið er að efla geðheilbrigðisþjónustuna í anda Geðheilbrigðisáætlunar Velferðarráðuneytisins til 2020. Æskilegt er að viðkomandi sálfræðingar geti hafið störf sem fyrst, eða samkvæmt samkomulagi.

 

Um er að ræða tvær stöður í 75% starfshlutfalli, annars vegar við greiningu og meðferð barna og ungmenna að 18 ára aldri og svo hins vegar fyrir fullorðna frá 18 ára aldri. Báðir vinna eftir forgangsröðun m.t.t. til eðli vanda og veikinda. Forgangsröðun tekur mið af staðbundnum aðstæðum og er gerð í samvinnu við geðheilsuteymi heilsugæslunnar. Aðalstarfsstöðin er á Heilsugæslunni Ísafirði, en gert ráð fyrir móttöku sálfræðings í 2-3 daga í hverju mánuði á Heilsugæslunni á Patreksfirði, sem starfandi sálfræðingar sinna til skiptis.

Boðið er upp á aðstöðu fyrir viðkomandi sálfræðinga til þess að sinna sjálfstæðri klínískri móttöku í 20% starfi.

 

Helstu viðfangsefni og ábyrgð:

 • Sálfræðingar starfa í náinni samvinnu með læknum og hjúkrunarfræðingum heilsugæslunnar, sem og við skóla og félagsþjónustu á viðkomandi svæði. Mikið samstarf er einnig við Barna-og Unglingageðdeild Landspítalans.
 • Tilvísun frá lækni er skilyrði fyrir þjónustu sálfræðings.
 • Í starfinu felst móttaka sjúklinga á heilsugæslustöðinni á Ísafirði og Patreksfirði.
 • Starfar sjálfstætt og í þverfaglegu teymi með sjúklinga og við uppbyggingu geðheilbrigðisþjónustu á Vestfjörðum.
 • Næsti yfirmaður er yfirlæknir heilsugæslu.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Hafa lokið klínísku námi í sálfræði og hafa starfsleyfi frá Embætti landlæknis.
 • Hafa þekkingu og reynslu á gagnreyndum aðferðum.
 • Hafa reynslu af greiningu og meðferð annars vegar barna og hins vegar fullorðinna með geðrænan vanda.
 • Viðkomandi þarf að búa yfir mjög góðum samskiptahæfileikum, vera jákvæður og sýna öðrum virðingu í hvívetna.
 • Hafa áhuga, getu og faglegan metnað til að bæði starfa sjálfstætt og í teymi.
 • Hafi góða almenna tölvukunnáttu.
 • Íslenskukunnátta er skilyrði
 • Hafa áhuga á þróun og uppbyggingu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

 

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi milli fjármálaráðherra og Sálfræðingafélag Íslands og stofnanasamningi Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

Nánari upplýsingar um starfið veitir María Ólafsdóttir yfirlæknir heilsugæslu HVest, mariao@hvest.is  eða í s: 450 4500.  

Umsóknarfrestur er til og með 18. júní 2018. Í umsóknum skal taka fram hvort viðkomandi sæki um stöðu fyrir meðferð á börðnum eða fullorðna. Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt staðfestu afrit af opinberu starfsleyfi og skilað rafrænt á netfangið; mariao@hvest.is .

NEOPUFF OG FLEIRI TĆKI

15.05 2018 | Hörđur Högnason

Á Fæðingadeild HVEST á Ísafirði er nú komin í brúk Neopuff öndunarvél fyrir nýbura. Um er að ræða súrefnisblandara og tæki sem dælir lofti í nýburann undir jöfnum þrýstingi, en með handstjórn á magni loftsins í stað þess að gera það með öndunarbelg. Tækið er mjög auðvelt í notkun og til mikilla þæginda, þegar hjálpa þarf nýbura með fyrstu andartökin.

 

Tækið er gefið af Oddfellowstúkunni nr. 6, Gesti á Ísafirði. Fleiri tæki sem stúkan gefur hafa verið að koma í hús undanfarið. Má þar nefna 2 vökvadælur á Bráðadeildina, handhægan CRP mæli fyrir vaktlækni Heilsugæslunnar, háa, rafdrifna göngugrind fyrir Endurhæfingardeildina og von er á lyfjameðferðarstól og borði fyrir Bráðadeildina. Við á HVEST erum innilega þakklát fyrir þessa rausn og þann hlýhug í okkar garð, sem Oddfellowstúkan sýnir með þessum gjöfum.

Vefumsjón