A A A

Sigurvon afhendir bráđadeild HV lyfjagjafaherbergi

17.12 2013 | Hörđur Högnason
F.v: Guđbjörg Ólafsdóttir, Heiđrún Björnsdóttir, Sigurđur Ólafsson, Hörđur Högnason og Rannveig Björnsdóttir, deildarstjóri
F.v: Guđbjörg Ólafsdóttir, Heiđrún Björnsdóttir, Sigurđur Ólafsson, Hörđur Högnason og Rannveig Björnsdóttir, deildarstjóri

Frétt BB/Harpa:

Krabbameinsfélagið Sigurvon hefur afhent Heilbrigðisstofnun Vestfjarða fullbúið lyfjaherbergi sem ætlað er einstaklingum sem hafa fengið krabbamein. Með tilkomu herbergisins geta sjúklingar fengið megnið af sinni lyfjameðferð á heimaslóðum. Stuðningshópur Sigurvonar, Vinir í von, þar sem þær Heiðrún Björnsdóttir, fyrrum stjórnarmaður í Sigurvon og Guðbjörg Ólafsdóttir stjórnarmaður, eru í fararbroddi, hafa undanfarið ár unnið að því að innrétta herbergið og keypt ýmsa innanstokksmuni sem Heilbrigðisstofnunin hefur afnot af.

„Það hafa líka ýmsir velunnarar hjálpað okkur við verkefnið s.s. Betra bak á Ísafirði sem gaf okkur góðan afslátt af húsgögnum, Særaf sem gaf okkur góðan afslátt af sjónvarpi, hljómflutningstækjum og þráðlausum heyrnartækjum, Kómedíuleikhúsið sem gaf Þjóðlegar hljóðbækur, Marsibil Kristjánsdóttir listakona sem færði okkur listaverk eftir sig og Pjötlurnar sem gáfu okkur veggteppi. Við viljum koma á framfæri kærum þökkum til þeirra sem og annarra sem hafa lagt hönd á plóg við að gera herbergið eins hlýlegt og notalegt og mögulegt er,“ segir Heiðrún.

Herbergið hefur verið í notkun í rúmt ár og að sögn Heiðrúnar er það nú orðið fullbúið og því tími til kominn að afhenda það formlega. „Herberginu gáfu við nafnið Von og ég útbjó meira að segja skilti í FabLab smiðjunni sem verður hengt hér upp. Fjórir hjúkrunarfræðingar sem starfa á sjúkrahúsinu hafa lært á þessar krabbameinslyfjagjafir sem þýðir flestir, sem áður þurftu að leita suður, geta nú fengið lyfjagjöf heima í héraði. Það sparar bæði tíma og peninga en síðast en ekki síst sparar það orku fólksins því það tekur á, bæði andlega og líkamlega, að ferðast reglulega suður til Reykjavíkur,“ segir Heiðrún. Sigurvon kemur til með að sjá um herbergið í framtíðinni. „Við munum sjá til þess að ekkert vanti.“

Vegleg gjöf berst HVest

13.11 2013 | Svavar Ţór Guđmundsson
Ragnhildur og Guđjón ásamt Ţresti framkvćmdastjóra og Rannveigu deildarstjóra bráđa-/öldrunardeilda.
Ragnhildur og Guđjón ásamt Ţresti framkvćmdastjóra og Rannveigu deildarstjóra bráđa-/öldrunardeilda.

Enn sýnir Vestfirskt samfélag hvers það er megnugt. Ragnhildur Ágústsdóttir og Guðjón Þorsteinsson fengu þá hugmynd að safna fyrir sjónvörpum á deildir stofnunarinnar enda höfðu þau séð hve rík þörf var á. Þau lögðust á árarnar og uppskáru 10 sjónvarpsstæki og tvo DVD-spilara sem fyrirtæki á svæðinu gefa til endurnýjunar þess gamla búnaðar sem þegar er á sjúkrahúsinu. Fyrirtækin eru Dress Up Games, Landsbankinn, Orkubúið, Íslandsbanki, VÍS auk tveggja fyrirtækja sem vilja gæta nafnleyndar. Snerpa og Sjónvarpsmiðstöðin í Reykjavík lögðu verkefninu einnig lið.

Starfsfólk stofnunarinnar vill þakka öllum þessum aðilum af heilum hug fyrir alúð og velvilja í garð stofnunarinnar.

Árleg bólusetning gegn inflúensu

10.10 2013 | Ţröstur Óskarsson

Árleg bólusetning gegn inflúensu hefst þann 14. október. Bólusett er á milli kl. 14:00 og 15:00 virka daga á Ísafirði og á opnunartíma í Bolungarvík, Suðureyri, Súðavík, Flateyri og Þingeyri. Vinsamlegast pantið tíma í síma 450-4500.

 

Bóluefnið inniheldur tvo A-stofna og einn B-stofn. Annar A-stofninn er A/California/7/2009 (H1N1) og er þar um að ræða svonefnda svínainflúensu. Hinn A-stofninn er A/Victoria/361/2011 (H3N2). B-stofninn er B/Massachusetts/02/2012.

Hvað er inflúensa, hver eru einkennin og hvenær kemur hún?


Inflúensa er veirusýking sem einkennist af háum hita, þurrum hósta, höfuðverk, beinverkjum, oft með hálssærindum og nefrennsli. Einkennin koma snögglega. Árviss faraldur af völdum inflúensu A og oftast einnig af völdum inflúensu B hefst oft í desember eða janúar, en gera verður ráð fyrir að upphaf inflúensufaraldurs geti verið frá október til mars. Yfirleitt tekur 2–3 mánuði fyrir faraldur að ganga yfir.

Er inflúensan hættuleg?


Hætta á alvarlegum fylgikvillum inflúensu er mest meðal aldraðra og fólks með bælt ónæmiskerfi, en inflúensan leiðir á hverju ári til dauðsfalla meðal eldri borgara.

Hverjum er einkum ráðlagt að láta bólusetja sig?

  • Öllum sem orðnir eru 60 ára
  • Öllum, bæði börnum og fullorðnum, sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
  • Heilbrigðisstarfsmönnum sem daglega annast fólk með aukna áhættu, sbr. ofantalið.
  • Þunguðum konum

Þeir sem tilheyra ofangreindum hópum fá bóluefnið sér að kostnaðarlausu en greiða þó komugjald samkvæmt reglugerð nr. 1100 / 2012.

 

Aðrir greiða komugjald og 1.100 kr. fyrir bóluefnið.


Hversu mikil vörn er í bólusetningu?

Búast má við að bólusetning geti veitt a.m.k. 70% vörn gegn sjúkdómnum auk þess sem hann verður vægari hjá þeim í hópi bólusettra sem veikjast. Sóttvarnalæknir leggur áherslu á að sem flestir verði bólusettir, ekki síst þeir sem tilheyra forgangshópum.

Ef þú þarft að fá ráðleggingar, hafðu þá samband við heilsugæslustöðina þína.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Símasamband

30.07 2013 | Svavar Ţór Guđmundsson

Heilbrigðisstofnunin verður símasambandslaus einhverja stund eftir kl. 16:00 í dag vegna vinnu við símalínu. Á meðan er hægt að hafa samband við starfsfólk í síma 860 7462 eða vaktsíma læknis 863 8000. Beðist er velvirðingar á þessu en áætlað er að sambandsleysið vari stuttan tíma.

Flotvesti tekiđ í notkun

24.07 2013 | Svavar Ţór Guđmundsson
Flotvestiđ í fyrstu notkun (Sigurveig Gunnarsdóttir vildi ekki vera međ á myndinni, ţannig ađ ţiđ leiđiđ hana bara hjá ykkur).
Flotvestiđ í fyrstu notkun (Sigurveig Gunnarsdóttir vildi ekki vera međ á myndinni, ţannig ađ ţiđ leiđiđ hana bara hjá ykkur).

Endurhæfingardeild HVest hlaut gjöf frá Oddfellowstúkunni Þórey á Ísafirði á dögunum. Um svokallað flot- eða sundvesti er að ræða en það auðveldar allar sundferðir fatlaðra enda ekki lengur þörf á að halda á viðkomandi eða treysta á armkúta eða annan lítt sérhæfðan flotbúnað. Þess ber að geta að flotvestið hentar líka ágætlega þeim sem eru að þjálfa sig upp eftir meiðsli.

Vefumsjón