A A A

Fćđingadeildin tekur á móti gjöf

21.01 2015 | Svavar Ţór Guđmundsson

Fulltrúi frá iðnfyrirtækinu Marel mætti á fæðingadeildina í morgun og færði starfsfólki hennar glænýja nýburavigt. Hún er afar gerðarleg enda lögðu nokkrir starfsmenn fyrirtækisins dag við nótt við hönnun hennar en þeir höfðu einmitt tekið eftir því að nýburavigtir þær sem notaðar eru víða voru farnar að láta á sjá. Vildi fyrirtækið láta gott af sér leiða, hannaði og smíðaði þessa nýju gerð vigtar og færir nú þeim sem þurfa, t.d. fæðingadeild HVest, eitt eintak til endurnýjunar á því gamla sem smíðað var í Póls á Ísafirði fyrir all-nokkrum árum.

Starfsfólk fæðingadeildar og annað starfsfólk stofnunarinnar þakkar Marel kærlega fyrir hlýhuginn en vigtin er nú þegar komin í notkun.

 

Leghálskrabbameinsleit á Ísafirđi

12.01 2015 | Ţröstur Óskarsson

Frá og með þriðjudeginum 27. janúar næstkomandi verður tekin upp reglubundin leghálskrabbameinsleit á heilsugæslunni á Ísafirði. Sýnatakan er í samstarfi við leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands en Erla Rún Sigurjónsdóttir ljósmóðir sér skoðanirnar. Fyrirhugað er að bjóða upp á þessa þjónustu í hverjum mánuði frá og með áramótum. Eingöngu er um leghálsskoðanir að ræða en áfram verður boðið upp á skimun fyrir brjóstakrabbameini á vegum leitarstöðvarinnar árlega líkt og verið hefur.

 

Við viljum minna konur á mikilvægi þess að sækja skoðanir en allar konur á aldrinum 23-65 ára fá boðsbréf í leghálskrabbameinsleit á þriggja ára fresti og oftar ef þörf krefur. Hér á landi hefur skipuleg leit að leghálskrabbameini dregið úr fjölda nýrra tilfella á ári um 70% og dánartíðni um 90% frá því leit hófst árið 1964. Þessi góði árangur byggir að sjálfsögðu mikið til á góðri mætingu kvenna.

 

Allar konur sem fá boðsbréf á næstu vikum eru hvattar til að bóka tíma.

Endurhćfingardeildin er best!!

31.12 2014 | Hörđur Högnason

Það er alltof sjaldan, að dekrað er við starfsmenn legudeilda sjúkrahúsa. Þeir eru vanari því að dekra við, hjúkra og annast um skjólstæðinga sína og umhverfi þeirra og þá verða axlir og herðar oft aumar og bólgnar. Þegar stund var milli stríða á Öldrunardeild HV að morgni gamlársdags, birtist Elín Marta sjúkraþjálfari eins og engill, með heita bakstra fyrir hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ræstitækni og gaf þeim herðanudd í kaupbæti. Kaffi og konfekt kórónuðu athöfnina.

Umsćkjendur um stöđu framkvćmdastjóra hjúkrunar, lćkninga og yfirlćknis heilsugćslunnar

26.11 2014 | Ţröstur Óskarsson

Samtals bárust 6 umsóknir um stöður framkvæmdastjóra hjúkrunar, framkvæmdastjóra lækninga og yfirlæknis heilsugæslunnar hjá nýrri Heilbrigðisstofnun Vestfjarða (HVEST). Stofnunin tók til starfa 1. október síðastliðinn við sameiningu Heilbrigðisstofnunarinnar Patreksfirði (HSP) og Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða (HVEST).

 

Umsækjendur um starf framkvæmdastjóra hjúkrunar:

  • Anna Árdís Helgadóttir (hjúkrunarfræðingur HVEST – Patreksfirði)
  • Hörður Högnason (framkvæmdastjóri hjúkrunar HVEST)
  • Þórunn Pálsdóttir (hjúkrunarfræðingur HVEST – Ísafirði)

 

Umsækjandi um starf framkvæmdastjóra lækninga:

  • Hallgrímur Kjartansson (framkvæmdastjóri lækninga – HVEST – Patreksfirði)
  • Þorsteinn Jóhannesson (framkvæmdastjóri lækninga HVEST – Ísafirði)

 

Umsækjandi um starf yfirlæknis heilsugæslu:

  • Hallgrímur Kjartansson (framkvæmdastjóri lækninga – HVEST – Patreksfirði)

Bleikur dagur í dag

16.10 2014 | Ţröstur Óskarsson
Glćsilegur hópur í bleiku í tilefni dagsins
Glćsilegur hópur í bleiku í tilefni dagsins

Starfsfólkið lætur ekki sitt eftir liggja við að vekja athygli á bleiku slaufunni og baráttunni gegn krabbameini.

Vefumsjón