A A A

Allir á netiđ!

24.01 2014 | Svavar Ţór Guđmundsson

Ísfirska tæknifyrirtækið 3X-Technology fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni ákváðu eigendur og stjórnendur að láta gott af sér leiða í bæjarfélaginu og gáfu öldrunardeild Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða tvær spjaldtölvur. Þetta eru svokallaðar iPad-spjaldtölvur en þær hafa sannað gildi sitt á sambærilegum deildum víðs vegar um heim þar sem þær gefa skjólstæðingum og aðstandendum tækifæri til að tengjast veraldarvefnum og hafa þar með samskipti við ættingja og vini á auðveldan og ódýran hátt.

Á myndinni eru Rannveig Björnsdóttir, deildarstjóri öldrunardeildar, Hildur Elísabet Pétursdóttir aðstoðardeildarstjóri og Gunnhildur Gestsdóttir frá 3X-Technology sem afhenti spjaldtölvurnar fyrir hönd fyrirtækisins.

Starfsfólk stofnunarinnar vill þakka kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf með þeirri vissu að nú munu fara í hönd spennandi tæknitímar á öldrunardeildinni.

Tímabundin bilun í símkerfi

1.01 2014 | Svavar Ţór Guđmundsson

Vegna bilunar í símkerfi þann 30. des er ekki hægt að fá samband við legudeild stofnunarinnar með því að hringja í 450 4500 eftir lokun. Sú flýtivísun virkar ekki og er fólki því ráðlagt að hringja í 450 4565 (deildin) eða í síma hjúkrunarfræðinga 860 7462. Ráðgert er að þetta verði komið í lag snemma á nýju ári.

Bilun í skiptiborđi á Ísafirđi

30.12 2013 | Ţröstur Óskarsson

Bilun er í skiptiborði stofnunarinnar. Unnið er að lausn.

Hægt er að ná sambandi við tímabókanir í síma 860-7448 ekki er hægt að gefa símtöl áfram.

Sigurvon afhendir bráđadeild HV lyfjagjafaherbergi

17.12 2013 | Hörđur Högnason
F.v: Guđbjörg Ólafsdóttir, Heiđrún Björnsdóttir, Sigurđur Ólafsson, Hörđur Högnason og Rannveig Björnsdóttir, deildarstjóri
F.v: Guđbjörg Ólafsdóttir, Heiđrún Björnsdóttir, Sigurđur Ólafsson, Hörđur Högnason og Rannveig Björnsdóttir, deildarstjóri

Frétt BB/Harpa:

Krabbameinsfélagið Sigurvon hefur afhent Heilbrigðisstofnun Vestfjarða fullbúið lyfjaherbergi sem ætlað er einstaklingum sem hafa fengið krabbamein. Með tilkomu herbergisins geta sjúklingar fengið megnið af sinni lyfjameðferð á heimaslóðum. Stuðningshópur Sigurvonar, Vinir í von, þar sem þær Heiðrún Björnsdóttir, fyrrum stjórnarmaður í Sigurvon og Guðbjörg Ólafsdóttir stjórnarmaður, eru í fararbroddi, hafa undanfarið ár unnið að því að innrétta herbergið og keypt ýmsa innanstokksmuni sem Heilbrigðisstofnunin hefur afnot af.

„Það hafa líka ýmsir velunnarar hjálpað okkur við verkefnið s.s. Betra bak á Ísafirði sem gaf okkur góðan afslátt af húsgögnum, Særaf sem gaf okkur góðan afslátt af sjónvarpi, hljómflutningstækjum og þráðlausum heyrnartækjum, Kómedíuleikhúsið sem gaf Þjóðlegar hljóðbækur, Marsibil Kristjánsdóttir listakona sem færði okkur listaverk eftir sig og Pjötlurnar sem gáfu okkur veggteppi. Við viljum koma á framfæri kærum þökkum til þeirra sem og annarra sem hafa lagt hönd á plóg við að gera herbergið eins hlýlegt og notalegt og mögulegt er,“ segir Heiðrún.

Herbergið hefur verið í notkun í rúmt ár og að sögn Heiðrúnar er það nú orðið fullbúið og því tími til kominn að afhenda það formlega. „Herberginu gáfu við nafnið Von og ég útbjó meira að segja skilti í FabLab smiðjunni sem verður hengt hér upp. Fjórir hjúkrunarfræðingar sem starfa á sjúkrahúsinu hafa lært á þessar krabbameinslyfjagjafir sem þýðir flestir, sem áður þurftu að leita suður, geta nú fengið lyfjagjöf heima í héraði. Það sparar bæði tíma og peninga en síðast en ekki síst sparar það orku fólksins því það tekur á, bæði andlega og líkamlega, að ferðast reglulega suður til Reykjavíkur,“ segir Heiðrún. Sigurvon kemur til með að sjá um herbergið í framtíðinni. „Við munum sjá til þess að ekkert vanti.“

Vegleg gjöf berst HVest

13.11 2013 | Svavar Ţór Guđmundsson
Ragnhildur og Guđjón ásamt Ţresti framkvćmdastjóra og Rannveigu deildarstjóra bráđa-/öldrunardeilda.
Ragnhildur og Guđjón ásamt Ţresti framkvćmdastjóra og Rannveigu deildarstjóra bráđa-/öldrunardeilda.

Enn sýnir Vestfirskt samfélag hvers það er megnugt. Ragnhildur Ágústsdóttir og Guðjón Þorsteinsson fengu þá hugmynd að safna fyrir sjónvörpum á deildir stofnunarinnar enda höfðu þau séð hve rík þörf var á. Þau lögðust á árarnar og uppskáru 10 sjónvarpsstæki og tvo DVD-spilara sem fyrirtæki á svæðinu gefa til endurnýjunar þess gamla búnaðar sem þegar er á sjúkrahúsinu. Fyrirtækin eru Dress Up Games, Landsbankinn, Orkubúið, Íslandsbanki, VÍS auk tveggja fyrirtækja sem vilja gæta nafnleyndar. Snerpa og Sjónvarpsmiðstöðin í Reykjavík lögðu verkefninu einnig lið.

Starfsfólk stofnunarinnar vill þakka öllum þessum aðilum af heilum hug fyrir alúð og velvilja í garð stofnunarinnar.

Vefumsjón