A A A

Deildarstjóri ráđinn fyrir Eyri og HB

23.10 2015 | Hörđur Högnason

Hildur Elísabet Pétursdóttir, hjúkrunarfræðingur, hefur verið ráðin deildarstjóri Hjúkrunarheimilisins Eyrar á Ísafiði og Hjúkrunarheimilis Bolungarvíkur.

Hildur hefur unnið á legudeildum Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða (HVEST) síðan 1997 og sem aðstoðardeildarstjóri á Bráðadeild og Öldrunardeild HVEST frá 2009. Þess utan leysti hún af í 1 ár sem hjúkrunarforstjóri við Heilbrigðisstofnun Bolungarvíkur árið 2008-2009 og vann í 1 ár á Wyncourt hjúkrunarheimilinu í Manchester í Englandi 2011-2012.

 

Hildur lauk BS prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands 1997 og diplomanámi í hjúkrun hjarta- og lungnasjúklinga frá HÍ 2006. Hún hlaut svo meistaragráðu í hjúkrunarstjórnun frá HÍ árið 2011.

 

Hildur er formaður í Þjónustuhópi aldraðra fyrir hönd Ísafjarðarbæjar og situr í Félagsmálanefnd bæjarins. Hún er í stjórn Vestfjarðadeildar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og stjórn Héraðssambands Vestfirðinga. Hún situr í stjórn Hjúkrunarráðs HVEST og í Starfsmannaráði stofnunarinnar.

 

Hildur er Bolvíkingur og Ísfirðingur að ætt og uppruna og alin upp í Bolungarvík.

 

Hjúkrunarheimili eru í flestu frábrugðin sjúkradeildum sjúkrahúsa að upplagi, þó skjólstæðingarnir fái svipaða þjónustu á báðum stöðum. Lögð er áhersla á heimilishlutverk Eyrar og HB, þar sem starfsfólkið er væntanlegum íbúum til aðstoðar og hjálpar. Aðkoma aðstandenda og vina íbúanna tekur mið af því, en breytir engu í venjulegri frændrækni og aðstoð við að geta notið lífsins innan og utan heimilisins.

 

Hildur er boðin velkomin til nýrra starfa. Hún mun stýra uppbyggingu heimilanna og aðlögun starfsmanna að nýrri hugmyndafræði við hjúkrun og umönnun.

Breytt fyrirkomulag lćknavaktar á Ísafirđi - nýtt símanúmer

21.10 2015 | Svavar Ţór Guđmundsson

Í dag kl. 16:00 mun fyrirkomulag læknavaktarinnar á Ísafirði breytast. Þá mun vaktnúmerið 863 8000, sem notað hefur verið eftir lokun heilsugæslu, leggjast af en í staðinn eiga þeir sem þurfa aðstoð vaktlæknis eftir lokun að hringja í númerið 1700. Það er númer Læknavaktarinnar sem mun gefa samband við þá heilbrigðisstarfsmenn sem hæfa þykir. Það gæti verið slysadeild á Ísafirði eða vaktlæknir á Ísafirði eða Patreksfirði, allt eftir því hvar sjúklingur er staddur.

Annað er viðkemur bráðatilvikum, þörf á aðstoð, sjúkrabíl eða annað, skal tilkynnt til Neyðarvaktarinnar - 112.

Árleg bólusetning gegn inflúensu

2.10 2015 |

Árleg bólusetning gegn inflúensu hefst þann 5. október og stendur til 27. nóvember. bólusett er á milli kl. 14:00 og 15:30 virka daga á Ísafirði og á opnunartíma í Bolungarvík, Suðureyri, Súðavík, Flateyri og Þingeyri. Vinsamlegast pantið tíma í síma 450-4500.

 

Árleg bólusetning gegn inflúensu A og B hafa nú verið framleidd fyrir veturinn 2015 - 2016 samkvæmt ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Þau innihalda eftirtalda stofna:

 

  • A/California/7/2009 (H1N1) - líkur stofn (A/California/72009, NYMC X-179A)*;
  • A/Switzerland/9715293/2013 (H3N2) - líkur stofn (A/South Australia/55/2014, IVR-175);
  • B/Phuket/3073/2013

                   * Svínainflúensuveira frá 2009

 

Hvað er inflúensa, hver eru einkennin og hvenær kemur hún?

Inflúensa er veisusýking sem einkennist af háum hita, þurrum hósta, höfuðverk, beinverkjum, oft með hálssærindum og nefrennsli. Einkennin koma snögglega. Árviss faraldur af völdum inflúensu A og oftast einnig af völdum inflúensu B hefst oft í desember eða janúar, en gera verður ráð fyrir að upphaf inflúensufaraldurs geti verið frá október til mars. Yfirleitt tekur 2 - 3 mánuði fyrir faraldur að ganga yfir.

 

Er inflúensa hættuleg?

Hætta er á alvarlegum fylgikvillum inflúensu er mest meðal aldraðra og fólks með bælt ofnæmiskerfi, en inflúensa leiðir á hverju ári til dauðsfalla meðal eldri borgara.

 

Hverjum er einkum ráðlagt að láta bólusetja sig?

 

  • Öllum sem orðnir eru 60 ára
  • Öllum, bæði börnum og fullorðnum, sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
  • Heilbrigðisstarfsmönnum sem daglega annast fólk með aukna áhættu, sbr. ofantalið.
  • Þunguðum konum.

Þeir sem tilheyra ofangreindum hópum fá bóluefnið sér að kostnaðarlausu en greiða þó komugjald.

 

Hversu mikil vörn er í bólusetningu?

 

Búast má við að bólesetning geti veitt a.m.k. 70% vörn gegn sjúkdómnum auk þess sem hann verður vægari hjá þeim í hópi bólusettra sem veikjast. Sóttvarnalæknir leggur áherslu á að sem flestir verði bólusettir, ekki síst þeir sem tilheyra forgangshópum.

 

Ef þú þarft að fá ráðleggingar, hafðu þá samband við heilsugæslustöðina þína.

MND félagiđ á Íslandi gefur dýnu

8.07 2015 | Hörđur Högnason
Guđmundur S. Ásgeirsson, Rannveig Björnsdóttir deildarstjóri Bráđadeildar, Hörđur Högnason og Aron Guđmundsson
Guđmundur S. Ásgeirsson, Rannveig Björnsdóttir deildarstjóri Bráđadeildar, Hörđur Högnason og Aron Guđmundsson

MND félagið á Íslandi færði Bráðadeild Heilbrigðisstofnunarinnar að gjöf sérhannaða dýnu, sem hefur nýst MND sjúklingum og öðrum mikið veikum einstaklingum einstaklega vel. AirO dýnan er hönnuð til að fyrirbyggja legusár og vera þægileg fyrir þá sem þurfa að liggja mikið og lengi. Hún var hönnuð af MND sjúklingi, Ingu Nordin, sem fann hvergi dýnu, sem hentaði henni í veikindum hennar. Dýnan er mjög dýr og því er hugulsemi MND félagsins og rausnarskapur með eindæmum.

 

Dýnan er gefin með þakklæti fyrir það, hvernig Heilbrigðisstofnuninni og viðkomandi deildum hennar hefur tekist að byggja upp þjónustu sína og umönnun við MND sjúka.

 

Það voru feðgarnir Aron Guðmundsson og Guðmundur Salómon Ásgeirsson, sem færðu okkur dýnuna fyrir hönd MND félagsins þ. 8. júlí s.l.  Vill Heilbrigðisstofnunin og starfsmenn hennar færa þeim og félaginu kærar þakkir fyrir. Upplýsingar um dýnuna má sjá hér: http://www.jarven.se/lib//air0_folder_a4_4sid_web.pdf

Gjafir til minningar um Róslaugu Agnarsdóttur

4.05 2015 | Hörđur Högnason
Rannveig Björnsdóttir og Hildur E. Pétursdóttir deildarstýrur legudeildanna taka viđ gjöfinni. Í miđiđ standa tveir gefendanna, Helga Ţuríđur Hlynsdóttir Hafberg og Agnes Lára Agnarsdóttir
Rannveig Björnsdóttir og Hildur E. Pétursdóttir deildarstýrur legudeildanna taka viđ gjöfinni. Í miđiđ standa tveir gefendanna, Helga Ţuríđur Hlynsdóttir Hafberg og Agnes Lára Agnarsdóttir
1 af 2

Það er starfsmönnum Heilbrigðisstofnunarinnar mjög mikils virði að finna, að störf þeirra skipti máli í lífi samborgara sinna. Sextán barnabörn Róslaugar heitinnar Agnarsdóttur sýndu það í verki þ. 4. maí s.l., þegar þau færðu legudeildum HV á Ísafirði veglega peningagjöf í minningu hennar. Gjöfinni verður varið til að bæta aðstæður mikið veikra sjúklinga á legudeildunum. Hugulsemi þessa myndarlega hóps 16 ungmenna er mikil og vilja starfsfólk og stjórnendur HVEST koma á framfæri kærum þökkum til þeirra. Þau eiga svosem ekki langt að sækja gott hjartalag, því Bíi, afi þeirra og eiginmaður Róslaugar, hefur oft komið að stórgjöfum til sjúkrahússins á umliðnum árum.

 

Sömu frænkur bættu um betur þ. 19. maí s.l., á afmælisdegi Róslaugar heitinnar (f: 1940) og færðu legudeildunum að gjöf frá barnabörnunum í minningu hennar s.k. "hælkrók", en hann auðveldar notendum að fara úr skóm sínum; hið mesta þarfaþing, sem þakkað er kærlega fyrir.

 

Vefumsjón