A A A

Fjármálastýra ráđin á HVEST

12.09 2017 | Hörđur Högnason

Nýr fjármálastjóri hefur verið ráðinn hjá HVEST til næstu 5 ára. Er það Erla Kristinsdóttir og mun hún hefja störf 9. október nk.

 

Erla er fædd árið 1979.  Hún lauk B.Ed. námi 2006 og MA námi í alþjóðasamskiptum frá University of Kent í Brussel 2009. Hún lauk námi sem viðurkenndur bókari við Háskólann í Reykjavík árið 2011 og M.Acc. gráðu í reikningshaldi og endurskoðun frá sama skóla í janúar 2016.

 

Erla starfaði áður sem kennari í tungumálum og bókfærslu við grunnskólann í Bolungarvík og á Seltjarnarnesi en frá 2006 hefur hún einkum starfað við bókhald, afstemmingar, launaútreikninga, gerð ársreikninga og framtala, rekstraruppgjör og áætlanagerð. Á árunum 2009-2014 var Erla með eigin rekstur á sviði bókhalds en hefur síðustu ár starfað á endurskoðunarsviði KPMG í Reykjavík.

 

Starfsfólk HVEST býður Erlu velkomna til starfa!

Vefumsjón