A A A

Undirbúningur fyrir ristilspeglun

Fyrir speglun er nauðsynlegt að hreinsa ristilinn rækilega af öllum úrgangi, svo rannsóknin og sýnatökur gangi eðlilega og vel fyrir sig. Illa framkvæmd úthreinsun getur komið í veg fyrir að hægt sé að framkvæma speglunina. Undirbúningurinn tekur 2 daga.

 

1. dagur:  Aðeins má neyta fljótandi, tærs fæðis

Dæmi um fljótandi, tæran vökva er:

 • Tær, agnalaus súpa, fitulítið soð af súputeningum og agnalausar ávaxta- og saftsúpur.
 • Allir gosdrykkir og agnalausir ávaxtasafar og orkudrykkir.
 • Te eða kaffi með sykri eða hunangi (án mjólkur!).
 • Frostpinnar án súkkulaðihjúps.
 • Ávaxtahlaup (Jello)
 • Drekka vel af vökva allan daginn, það hjálpar til við úthreinsun.

EKKI MÁ BORÐA NEINAR MJÓLKURVÖRUR

 

2. dagur:  Aðeins má neyta fljótandi, tærs fæðis

 • Kl. 8 um morguninn átt þú að drekka minnst 1 glas (240 ml) af tærum vökva og gjarnan fleiri glös.
 • Þá er fyrri flöskuni af Phosphoral (45 ml) blandað út í glas af köldu vatni, eða gosdrykk og það drukkið strax.
 • Þar á eftir átt þú að drekka minnst eitt glas af köldu vatni, eða safa, helst fleiri.
 • Þú mátt búast við að hægðalosun byrji ½ klst - 6 klst eftir að drykkja hefst. Notaðu blautþurrkur frekar en venjulegan salernispappír, til að koma í veg fyrir særindi við endaþarminn.
 • Mikilvægt er að drekka a.m.k. 1½ lítra af vökva fram eftir degi og helst meira, ef hægt er. Passaðu að hafa einhvern sykur og salt (gos, orkudrykk, tærar súpur án agna) með í vökvanum annað slagið, til að fá einhverja orku.
 • Um kl. 1900 er síðari Phosphoral flaskan blönduð á sama hátt og um morguninn og drukkin.
 • Fram eftir kvöldi og að morgni speglunardags er nauðsynlegt að drekka tæran vökva að vild, nema annað sé tekið fram.

 

Ágætt getur verið að nota bragðgóðan brjóstsykur, eða ópal í hófi, á meðan á úthreinsun stendur.

Þú mátt taka morgunlyfin þín að morgni speglunardags, nema annað sé tekið fram.

 

Ekki aka sjálf(ur) heim að speglun lokinni vegna vímuáhrifa verkja- og róandi lyfja.

 

Gangi þér vel

Vefumsjón