A A A

Bólusetningar ferđamanna

 

 

Góð leið til að finna út hvaða bólusetningar þú þarft til að ferðast til ákveðins lands, er að fara á dönsku heimasíðuna www.vaccination.dk  og:

 

 • Fara í „Find rejsemål“ (Finndu ferðaáætlunina) vinstra megin á síðunni.
 • Fara í „Vælg region“ („Veldu heimsálfu“) og velja viðkomandi heimsálfu sem landið er í.
 • Fara í „Vælg land“ („Veldu land“) og velja viðkomandi land.
 • Merkja við lengd ferðalags, þar fyrir neðan:
  • Nogle dages rejse under gode forhold, fx. forretningsrejse“ (Nokkurra daga ferðalag við góð skilyrði, t.d. viðskiptaferðalag)
  • Rejse op til fire ugers varighed under gode forhold, fx arrangeret turistrejse” (Ferðalag allt að fjórum vikum við góð skilyrði, t.d. skipulagt ferðalag á vegum ferðaskrifstofu).
  • Nogle måneders rejse under vekslende forhold, fx rygsæksrejse” (Nokkurra mánaða ferðalag við misjöfn skilyrði, t.d. bakpokaferðalag).
  • Længerevarende rejse eller udstationering” (Ferðalag eða búseta vegna vinnu, sem varir lengur en nokkra mánuði).
 • Ýta á „Søg“ (Leita) og þá birtist listi og umfjöllun á dönsku um nauðsynlegar bólusetningar og umfjöllun um þá sjúkdóma sem þær eiga að fyrirbyggja. Þar eru líka hlekkir á aðliggjandi lönd, ef ferðalagið skyldi teygjast þangað og nýjustu fréttir vegna bólusetninga/sjúkdóma í landinu.

 

Þetta er síðan hægt að prenta út og taka með sér á heilsugæslustöðina, þegar pantaður er tími vegna bólusetninganna.

 

ATH: Einstaka bólusetningu þarf að fá tvisvar með t.d. fjögurra vikna millibili, svo rétt er að gá að því sérstaklega með góðum fyrirvara.

 

Helstu sjúkdómaheiti:

 

Difteri = Barnaveiki (Diptheria)

Gul feber = Gulusótt (Yellow fever)

Hepatitis A/B = Lifrarbólga A/B

HIV/aids = HIV smitun/Alnæmi

Japansk hjernebetændelse = Japönsk heilabólga (Japanese encephalitis)

Malaria = malaría

Rabies (hundegalskap) = Hundaæði

Stivkrampe = Stífkrampi (Tetanus)

Tuberkulose = Berklar (Tuberculosis)

Tyfus = Taugaveiki (Typhoid fever)

 

 

Feb. 2013 - Hörður Högnason

Vefumsjón